Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 89

Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 89
EIMREIÐIN FRlMERKJABÁLKUR 69 Braskútgáfur Írímerkja. Stundum hefur það komið fyrir, að ríkisstjórnir hafi gefið út frí- •tterki eingöngu í gróðaskyni, og er þó slikt brask vart talið sæm- andi og litið óhýru auga af frí- merkjasafnendum. Á hinu árlega Þingi Alþjóða-frímerkjasafnara '..Fédération Internationale de Philatélie") í Lissabon nýlega var rætt um varnir gegn slíkum brask- htgáfum frímerkja. Meðal álykt- ana, sem þar voru gerðar, var ein sú, að aukagildið á frímerkjum til annarra augnamiða en póstflutn- inga mætti aldrei nema meiru en 50% af sjálfu burðargjaldinu. Sem úæmi um slik braskmerki var á Þinginu sýnt og varað við frímerki einu frá Chile, að gildi 100 pesos, sem sagt er komið á markaðinn eingöngu til þess að hafa fé út úr frímerkjasöfnurum. frínierki Sameinu'ðu þjóðanna. Hinn 10. dezember síðastliðinn voru 5 ár liðin síðan mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna var til- kynnt á fundi í U.N. Til minningar um þenna atburð voru gefin út 2 frimerki, 3 c. dökkblá og 5 c. rauð, með mjög táknrænni mynd af mannshöndum, sem bornar eru að hlysi. Tvö önnur frímerki U.N. eru 0 c. græn og 8 c. gullblá, með mynd af kornöxum. Ný íslenzk frímerki. Póststjórnin hefur ákveðið að Sefa út frímerki með mynd fyrsta innlenda ráðherrans á Islandi, Hannesar Hafstein, en hinn 1. febr. í ár voru 50 ár liðin síðan hann var skipaður í það embætti. Áttu frí- merkin, sem eru þrjú gildi, að koma út þenna dag, en voru ekki tilbúin, svo að útgáfudeginum hefur verið frestað. Gildin þrjú eru þessi: Kr. 1.25, blátt merki, kr. 2.45, grænt, og kr. 5.00, rautt. Mynd Hannesar Hafstein er á öllum þrem frímerkj- unum. Hœstaréttardómur í frímerkjamáli. Nýlega er fallinn hæstaréttar- dómur í máli um eignarrétt á frí- merkjum á póstávísunum. 1 júní- mánuði síðastliðnum höfðaði mað- ur einn í Vestmannaeyjum mál á póstafgreiðsluna þar, eftir að hún hafði neitað að borga út póstávís- un, að upphæð kr. 119,20, nema að maðurinn skilaði 2ja kr. fri- merki, sem á póstávísuninni var, en hann hafði rifið af henni. Hér- aðsdómarinn í Vestmannaeyjum úr- skurðaði, að póststjórnin hefði rétt fyrir sér í málinu, en við þann dóm vildi málshöfðandi ekki una og áfrýjaði því til hæstaréttar. Þar féll dómurinn á sömu lund, og er nú í eitt skipti fyrir öll skorið úr um það, að menn mega ekki hirða frímerki af póstávísun- um, ef þeir á annað borð ætla sér að fá þær greiddar út £if póstaf- greiðslum landsins. Grœnlenzk frímerki. Árið 1938 voru gefin út sérstök frímerki fyrir Grænland, 9 mis- munandi gildi. Lægsta gildið var eins eyris frímerki grænt með mynd af Kristjáni X., en hæsta gildið einnar krónu brúnt með mynd af ísbirni. Aftur voru frí- merki gefin út fyrir Grænland ár- ið 1945, þar á meðal tveggja króna frímerki með mynd af Grænlend- ingi, róandi á húðkeip (kajak), og fimm króna frímerki með mynd af æðarfugli. Enn voru gefin út grænlenzk frímerki árið 1950, með mynd af Friðrik IX og Grænlands- farinu „Gustav Holm“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.