Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 89
EIMREIÐIN
FRlMERKJABÁLKUR
69
Braskútgáfur
Írímerkja.
Stundum hefur það komið fyrir,
að ríkisstjórnir hafi gefið út frí-
•tterki eingöngu í gróðaskyni, og
er þó slikt brask vart talið sæm-
andi og litið óhýru auga af frí-
merkjasafnendum. Á hinu árlega
Þingi Alþjóða-frímerkjasafnara
'..Fédération Internationale de
Philatélie") í Lissabon nýlega var
rætt um varnir gegn slíkum brask-
htgáfum frímerkja. Meðal álykt-
ana, sem þar voru gerðar, var ein
sú, að aukagildið á frímerkjum til
annarra augnamiða en póstflutn-
inga mætti aldrei nema meiru en
50% af sjálfu burðargjaldinu. Sem
úæmi um slik braskmerki var á
Þinginu sýnt og varað við frímerki
einu frá Chile, að gildi 100 pesos,
sem sagt er komið á markaðinn
eingöngu til þess að hafa fé út úr
frímerkjasöfnurum.
frínierki
Sameinu'ðu þjóðanna.
Hinn 10. dezember síðastliðinn
voru 5 ár liðin síðan mannréttinda-
skrá Sameinuðu þjóðanna var til-
kynnt á fundi í U.N. Til minningar
um þenna atburð voru gefin út 2
frimerki, 3 c. dökkblá og 5 c. rauð,
með mjög táknrænni mynd af
mannshöndum, sem bornar eru að
hlysi. Tvö önnur frímerki U.N. eru
0 c. græn og 8 c. gullblá, með mynd
af kornöxum.
Ný íslenzk frímerki.
Póststjórnin hefur ákveðið að
Sefa út frímerki með mynd fyrsta
innlenda ráðherrans á Islandi,
Hannesar Hafstein, en hinn 1. febr.
í ár voru 50 ár liðin síðan hann var
skipaður í það embætti. Áttu frí-
merkin, sem eru þrjú gildi, að koma
út þenna dag, en voru ekki tilbúin,
svo að útgáfudeginum hefur verið
frestað. Gildin þrjú eru þessi: Kr.
1.25, blátt merki, kr. 2.45, grænt,
og kr. 5.00, rautt. Mynd Hannesar
Hafstein er á öllum þrem frímerkj-
unum.
Hœstaréttardómur
í frímerkjamáli.
Nýlega er fallinn hæstaréttar-
dómur í máli um eignarrétt á frí-
merkjum á póstávísunum. 1 júní-
mánuði síðastliðnum höfðaði mað-
ur einn í Vestmannaeyjum mál á
póstafgreiðsluna þar, eftir að hún
hafði neitað að borga út póstávís-
un, að upphæð kr. 119,20, nema
að maðurinn skilaði 2ja kr. fri-
merki, sem á póstávísuninni var,
en hann hafði rifið af henni. Hér-
aðsdómarinn í Vestmannaeyjum úr-
skurðaði, að póststjórnin hefði rétt
fyrir sér í málinu, en við þann
dóm vildi málshöfðandi ekki una
og áfrýjaði því til hæstaréttar.
Þar féll dómurinn á sömu lund,
og er nú í eitt skipti fyrir öll
skorið úr um það, að menn mega
ekki hirða frímerki af póstávísun-
um, ef þeir á annað borð ætla sér
að fá þær greiddar út £if póstaf-
greiðslum landsins.
Grœnlenzk frímerki.
Árið 1938 voru gefin út sérstök
frímerki fyrir Grænland, 9 mis-
munandi gildi. Lægsta gildið var
eins eyris frímerki grænt með
mynd af Kristjáni X., en hæsta
gildið einnar krónu brúnt með
mynd af ísbirni. Aftur voru frí-
merki gefin út fyrir Grænland ár-
ið 1945, þar á meðal tveggja króna
frímerki með mynd af Grænlend-
ingi, róandi á húðkeip (kajak), og
fimm króna frímerki með mynd
af æðarfugli. Enn voru gefin út
grænlenzk frímerki árið 1950, með
mynd af Friðrik IX og Grænlands-
farinu „Gustav Holm“.