Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 96

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 96
76 RITSJÁ EIMREIÐIN meira en þættir. Hún er frásögn um líf og baráttu næmgeSja konu, sem leggur út á listamannsbrautina með þeim fasta ásetningi að gefa sig heila og óskipta að listinni, en verður þess fljótt vís, að lífið og listin eiga ekki ætið samleið, að listin er kröfuhörð og að fyrir henni verða öll aukasjón- armið að vikja. Sagan hefst á spitala, þar sem lista- konan Disa Mjöll liggur hættulega veik, eftir að hafa reynt að svipta sjálfa sig lífi. Síðan er viðfangsefni höfundarins að lýsa því og færa sál- fræðileg rök að því, að konan hefur gripið til þessa örþrifaráðs, svo og hvernig henni er bjargað aftur til lífsins af skilningsgóðum og skynsöm- um lækni. Eru lýsingar víða góðar á sálarlífi listakonunnar, og einkum er því vel lýst, hvernig uppeldi hennar mótar hana miður heppilega, og á þar móðirin mesta sök. Frásögnin af bernsku og æsku Dísu Mjallar, æsku- heimili hennar og foreldrum er það bezta í bókinni. Uppeldið gerir hana tviskipta, bæði í list hennar og lífi. Hún lendir í ástarævintýri með kenn- ara sinum, málaranum Bjólfi Bláfells, giftist siðan tvívegis, og gengur á ýmsu í hjónabandinu. En allt jafnar sig að lokum, og listakonan kemst til nýs skilnings á sjálfri sér. Stíll höfundarins er léttur og oft- ast áferðargóður, en galli er það, að lesandinn hnýtur upp aftur og aftur um skakkt bej'gð orð. Þannig er hvað eftir annað talað um „læknirinn“ í staðinn fyrir læknirm. Stundum lend- ir út í öfgar í samræðum, svo sem i snakki læknanna og hjúkrunarkvenn- anna, um sjúklingana í spitalanum, í 1. kafla sögunnar, og hefði hann að skaðlausu mátt vera styttri. En hvað sem um það er, þá er sagan í heild góð sálarlífslýsing og mun verða les- in með áhuga af öllum þeim, sem skáldsögum unna. Sv. S. VlSNAKVER eftir Snæbförn Jóns- son, Rvík 1953 (H.f. Leiftur), er safn kvæða, ortra við ýms tækifæri á langri leið, og lætur höf. þá skýringu fylgja, að þau séu kveðin fyrir hann sjálfan, en ekki aðra, „en þar ef tónn sá einhver er, sem ómar líka i hjarta þér, með gleði hann þér gef ég“. Og vist er um það, að hér eru kvæðin komin fyrir almenningssjónir, og munu margir, sem lesa, geta fundið þar gamalkunna og geðþekka tóna. Höf. er sums staðar stirðkvæður nokkuð og svipar í þvi til Grims Thomsen, sem hann mun dá umfram flest önnur islenzk skéld. En mörg eru kvæðin af mannviti ort og þar glímt við torleyst efni. Höf. kemur i þeim til dyra hispurslaus og hrein- skilinn, enda segir hann sjálfur i inngangsljóðinu: Ave atque vale: Og skoðirðu kverið, þér líklega lizt, við lestur sé ekkert að vinna; og það kann að vera; en þó er það víst, að þarna er mig sfálfan aÖ finna. 1 ádeilum sínum á samtiðina er höf. ómyrkur í máli, og þó kennir jafnan þungs undirstraums ættjarðar- ástar og vonar um bjarta framtíð lands og þjóðar. I einu ádeilukvæða sinna, sem nefnist Breyltir tímar og er ort lýðveldisstofnunar-árið 1944, harmar höf. lægð þá, sem hann telur nú ríkjandi í bókmenntum Islend- inga, ekki sizt óðlistinni, og eftir að hafa dáð þá skáldmæringana Grön- dal, Steingrím, Matthías, Þorstein og Einar, mælir hann svo:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.