Eimreiðin - 01.01.1954, Blaðsíða 98
78
RITSJÁ
EIMREIÐIN
æði mikil timatöf við notkun bókar-
innar, að þurfa að leita á heilli blað-
síðu i hvert skipti eftir þýðingu á
erlendu orði. Hefði verið hagkvæm-
ara að hafa þetta safn islenzk-er-
lenda og erlend-íslenzka orðabók að
venjulegum hætti, þótt það hefði
lengt ritið nokkuð.
Eins og tekið er fram í formála, er
hér aðeins um lítið sýnishorn nýyrða
að ræða, og er ætlunin, að framhald
verði á ritinu. Hér eru t. d. aðeins
örfá orð úr líffærafræði í IV. kaflan-
um (Líffræði-—Erfðafræði), en ný-
yrði þau í liffærafræði, er Guðmund-
ur prófessor Hannesson gerði og gefin
voru út á sínum tíma, skipta mörg-
um hundruðum. Er þetta ekki nema
eðlilegt í sýnishornabók eins og
þessi er, þar sem sleppt er orðaflokki
þessarar fræðigreinar. En við fljótan
yfirlestur kemur í ljós, að ýms ný-
yrði vantar í þá flokka, sem teknir
eru, svo sem sálarfræði og líffræði.
Ég nefni aðeins orð eins og aestesia
(skynjun), anaestesia (óskynjun),
agent (valdur), apport, (dulflutn-
ingur), crystal-gazing (glæskyggni),
delusion (órar), devining rod (spá-
sproti), o. s. frv.
Söfnun nýyrða er mikið nytsemda-
starf og rit þetta góð byrjun, en fram-
hald þarf að verða á verkinu, bæði á
nýmyndun orða og söfnun þeirra.
Mun svo jafnan reynast, „að orð, er
á íslandi til um allt, sem er hugsað
á jörðu“, ef sköpunarmáttur tung-
unnar er notaður út í æsar.
Sv. S.
FORNAR GRAFIR OG FRÆÐI-
MENN, eftir C. W. Ceram, í þySingu
Björns O. Björnssonar (Ak. 1953) er
sagan af fornleifafræðinni, sögð á al-
þýðlegan og auðskilinn hátt, en ritið
hefur Bókaforlag Odds Björnssonar út
gefið af mikilli vandvirkni og prýtt
fjölda mynda.
Fomleifafræðin er ekki gömul vis-
indagrein, vart meira en hálf önnur
öld siðan farið var að stunda þessi
visindi á grundvelli skipulagðra rann-
sókna, einkum varðandi Grikki og
Rómverja hina fornu, svo og Norður-
lönd. Síðan hefur starfssvið þessarar
fræði aukizt og margfaldazt. Enda
er mönnum smám saman að takast
að rýna æ lengra og lengra aftur 1
dimmu fomaldar og leiða í Ijós löngu
horfna menningu hennar, siði og
háttu. Hér er þessari leit allri lýst
mjög ítarlega og þá um leið starfi
helztu brautryðjenda um fornleifa-
gröft og -rannsóknir. Skýrt er fra
fornleifarannsóknum í Pompeji,
Tróju, Mykenae og Krit, Egyptalandi,
Assýríu, Babyloníu og Súmeriu,
Mexíkó, Suður-Ameríku o. s. frv. —
Fornleifafræðin hefur þegar lagt
drjúgan skerf til aukins skilnings á
sjálfri sögu mannkynsins, enda notið
í þvi stuðnings skyldra fræðigreina,
svo sem mannfræði, jarðfræði og
samanburðar-málfræði. Þessi alþýð-
lega samda fræðibók er líkleg til að
verða vinsæl og mikið lesin hér á
landi.
Sv. S.
Óskar Einarsson: STAÐARBRÆÐ-
UR OG SKARÐSSYSTUR. Rvik
1953 (tsaf.).
Ættfræði hefur verið og er enn
uppáhald margra Islendinga, sem
iðka hana i tómstundum sér til gam-
ans og fróðleiks. Ættartölur eru rakt-
ar allt aftur í fornöld, og enn uppi
þeir, sem ekki standa að baki höf-
undi eða höfundum Landnámu um
þekkingu á ættum manna. Allmörg