Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 12
164
EIMREIÐIN
nokkurn að undra, þótt unglingar séu almennt ekkert ginn-
keyptir fyrir því, sem kallast íslenzk menning og bókmennt-
ir, og lélegar reyfarasögur og æsirit í erlendum búningi verði
aðallestrarefni margra? Unglingarnir hafa sem sé aldrei kom-
izt í kynni við „ástkæra, ylhýra málið“, svo að nokkru nemi.
Ég veit, að þetta er alls ekki sök kennaranna. Engir nema
kennsluskussar hafa meiri ánægju af reglustaglinu en lifandi
fræðslu. Þetta er sök þeirra, sem námsefninu ráða, og þeirra,
sem ákveðið hafa reglur þær um stafsetningu og merkja-
setningu, sem enn eru við lýði. Og þetta er því um að kenna,
að íslenzkum bókmenntum og sögu er ekki ætlað nægilegt
rúm í stundaskrá skólanna.
Mjög greindur og gegn embættismaður hefur sagt mér, að
sonur sinn, sem var ágætur stílisti um fermingu, hafði
ánægju af fögru máli og átti mjög auðvelt með að færa hugs-
anir sínar í skemmtilegan búning ritaðs máls, hafi braut-
skráðst úr menntaskóla svo lerkaður eftir reglu- og leiðrétt-
ingasmásmugusemina, að hann fái sig naumast til að setjast
niður og skrifa sendibréf hvað þá meira. Ég hygg, að fleiri
hafi svipaða sögu að segja.
En hvað má þá til varnar verða? Hvað skal taka til bragðs?
Það liggur í augum uppi, að fyrst og fremst þarf að fá ís-
lenzkunámi rýmri tíma á stundaskrá skólanna, og það þarf
að gera lestur sígildra bókmennta og sagnfræðirita að aðal-
atriði kennslunnar í stað reglna um hluti, sem ekki skipta
ýkjamiklu máli. En meðan svo er ekki, meðan íslenzkunámi
eru í mesta lagi ætlaðar 6 vikustundir í hverjum bekk og
komman og setan og þeirra fylgifiskar metnar til margra dýr-
mætra daga í lífi æskufólks, þurfa kennarar að gera allt, sem
í þeirra valdi stendur til að efla áhuga æskunnar á sögu og
bókmenntum, fögru máli og vel rituðu, vekja til lífs og hlúa
að hverjum vísi til sjálfstæðs sköpunarstarfs meðal nemend-
anna og leitast við að opna hug þeirra fyrir töfrum góðra lista-
verka.
Mér er ljóst, að bókmenntakennsla er ef til vill enn meira
undir hæfileikum kennarans komin en flestar aðrar kennslu-
greinir miðað við núverandi kennslufyrirkomulag. En samt
vil ég reyna að benda á nokkra hluti, sem ég hygg, að séu at-