Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 42

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 42
EIMREIÐIN 194 um í guðanna ríki‘.“ Hann náði sér ekki upp og þagnaði alveg. Svo seig liann niður með kassanum og fór hálfur inn í liann við fallið. Undir var hálmur. „Hér verð ég,“ sagði hann ákveðinn. „Að Jieyra til þín. Ætlarðu kannski að hringa þig þarna niður í hálminn eins og hundur?" sagði konan mædd. „Eins og hundur? Vei/.tu það ekki, að í þúsund ár — í þúsund ár sváfu íslenzkir höfðingjar á liálmi, meðan alþýðan lá við heydýnur og lirís. Hálmurinn var nefnilega danskur og er danskur enn,“ sagði hann og lét fara sæmilega um sig. „Hættu nú þessari vitleysu,“ bað hún enn. „Hættu sjálf þinni ]anga-langa-langa-lönguvitleysu.“ „Þú verður ekki hér í nótt fyrir hunda og manna fótum.“ Hún kraup niður að honum og togaði í hann. „í nótt mega allir gera allt, ég líka. í nótt er lifað — á morgun dáið.“ „Vertu nú einu sinni eins og maður. Stattu nú upp og komdu.“ „Nei. Fótsár af ævinnar eyðimörk, einn nnaðsblett fann ég — til þess að deyja ...“ „Hættu nú þessu. Þú ferð að deyja, ef þú kemur ekki. Við verðum að fara að komast heim.“ Hann hló óskaplega. „Ha, ha, ha! Þú heldur, að ég tah óráð, þegar ég flyt þér það bezta af því bezta eftir F.inar Ben. Nei, far þú heim. Farðu!“ „Hana, komdu nú,“ sagði hún og rétti sig upp. „Viltu heyra meira? Ég kann fleira eftir Einar. Á ég að fara með Tínarsmiðjur fyrir þig? Eldar brenna yfir Tíni eins og sterkir vitar skíni. Myrkrið ljósið . . .“ „Nei. í guðsbænum!" tók hún fram í og var í fyrsta skiph æst.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.