Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 53

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 53
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 205 X. ..Hollt er heima hvað“ er fornt spakmæli og hárrétt at- hugað. Um margar aldir urðu íslendingar að notast við eigin framleiðslu að langmestu leyti, og þótt þetta hefði nokkuð breytzt á bernskuárum mínum, 1890—1900, var þó sparsemi °g nýtni enn sú höfuðdyggð, sem flestir höfðu í heiðri. Ég held, að ekkert hafi tekið meiri breytingu á fyrstu 55 árum þessarar aldar en einmitt þetta. Mér virðist allur þorri fólks nú eyðslusamur og óprúttinn með fé, allt frá æðstu mönnum til verkamanna, og eru þó nokkrar undantekningar frá þessu, sem betur fer. Ég ætla nú að gamni mínu og ef til vill öðrum til gamans fróðleiks þeim, er þetta lesa, að segja nokkuð frá, hvernig lnnlend framleiðsla og efni voru notuð á heimili foreldra minna, sem talið var efnaheimili og risnuheimili mikið. Allir gengu í fötum úr alinnlendu efni. Þó áttu foreldrar mínir spariföt úr útlendu efni. Nærföt voru úr íslenzkri ull, svo og s°kkar, skór úr leðri eða sauðskinni. Nærfötin voru prjónuð, fyrst í höndum, síðar (fljótt eftir 1890) í prjónavél, sem var ein með þeim fyrstu, er til landsins komu. Hún mun hafa kostað 380 krónur, eftir núverandi gildi peninga um 11—12 þúsund krónur, og þótti, sem vonlegt var, hinn mesti kjör- o^ipur. Stúlka sú, er lærði að prjóna hjá Guðrúnu á Páfa- stöðum, var Stefanía Ferdinandsdóttir. Hún er enn (1955) hfandi, býr á Sauðárkróki, ekkja Sölva Jónssonar vélstjóra, ^aóðir Alberts á Akureyri og Maríusar söngmanns. — Utan- yfirföt voru vaðmálsföt, unnin úr ull, ofin heima. Var Sig- Urður Magnússon vefari, meðan hann var hjá foreldrum mín- m- Voðimar voru litaðar heima, og fötin voru saumuð heima. Voru teknar saumakonur, þegar engin var á heimilinu, er treysti sér að sauma föt. — Stundum óf Þorgrímur á Starra- stöðum fyrir Mælifellsheimilið eða Jón á Hömmm, en þeir voru báðir ágætir vefarar. Vetrarhúfur voru saumaðar, en á sumrum notuðu menn hatta eða útlendar, léttar húfur. Á Peim árum gengu menn ekki berhöfðaðir og klæddu sig yfir- eitt mikið og skjóllega allt árið. Sokkar, vettlingar, treflar og úieppar — auðvitað var allt þetta prjónað heima. Milliskyrtur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.