Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1961, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1961, Blaðsíða 10
98 EIMREIÐIN Það skal þó lekið fram að víða úti um land var 17. júní Enein minnzt eins og vera bar, og á Rafnseyri, fæðingarstað vakmng. Jóns Sigurðssonar, var efnt til veglegs hátíðahalds í tilefni 150 ára afmælisins. Einnig má geta þess að ræðu- menn dagsins við hin almennu og dauflegu hátíðahöld í Reykjavík minnt- ust Jóns Sigurðssonar loflega að vanda, gátu helztu starfa hans og hugsjóna, minntust þess einnig að háskólinn hefði verið stofnaður þenn- an dag fyrir 50 árum og lýðveldið endun-eist fyrir 17 árum. En dagur- inn í heild bergmálaði engan vakningarklið, bærði ekki neina hrifn- ingarbylgju í brjóstum manna, gáraði vart yfirborð hversdagsleikans- Tvennt var það þó, sem gert var til minningar unt Jón Sigurðsson. Annað var sýning sú, sem efnt var til í þjóðminjasafnshúsinu á húsbúnaði, rit- verkum og öðrum munum úr eigu hans, en hitt útgáfa tveggja merkra bóka: Hirðskáld Jóns Sigurðssonar, sem prófessor Sigurður Nordal sa um útgáfu á og Á slóðum Jóns Sigurðssonar, eftir Lúðvik Kristjánsson- En þá er líka flest talið, sem gert var til þess að minna á 150 ára afmælið> utan það, hvað dagblöðin gátu þess með greinum um Jón Sigurðsson- Aldamótamennirnir voru þó heitari í andanum, er þeir Heitari í minntust aldarafmælis Jóns Sigurðssonar 1911 og stofn- andanum. uðu liáskólann á fæðingardegi hans. Þá var þjóðleg vakning og sjálfstæðisbaráttan enn í brennipunktn Kannski voru líka störf Jóns Sigurðssonar þá enn ferskari í huguin manna, en nú. Þá var meðal annars skrifað um hann í Skírni á þessa leið: ... „En það voru svo sem ekki eingöngu sambands-stjórnarskrár- og fjárhagsmálin ein, sem Jón Sigurðsson lét sér umhugsað um, heldui' allt, sem til menningar horfði og þjóðþrifa. Hann barðist fyrir algjörðu verzlunarfrelsi og leiddi það til sigurs. Hann ritaði um endurbætur á latínuskólanum og flutning hans til Reykjavíkur, um stofnun presta- skóla, læknaskóla, lagaskóla, gagnfræðakennslu, búnaðarskóla og öll- um þessum skólum hafa tillögur hans reynst sigursælar.“ Það var því engin tilviljun að Háskóli íslands skyldi Háskóiinn tengdur minningu Jóns Sigurðssonar með því að stofna 50 ara- hann á fæðingardegi lians, en háskólin var settur í fyrsta sinni 17. júní 1911, þótt ekki tæki hann til starfa fyrf en í október um haustið, og 6.-7. október næstkomandi verður hálfrar aldar afmælisins minnzt með veglegri háskólahátíð. Þegar liáskólinn tók til starfa sameinuðust Jrar í einn skóla gömlu embættismannaskól- arnir þrír, prestaskólinn, sem stofnaður var 1847, læknaskólinn, sem stofnaður var 1876 og lagaskólinn, sem stofnaðnr var 1908, og loks bætt- ist heimspekideildin við, þannig að strax í upphafi urðu deildir skól- ans fjórar, guðfræðideild, læknadeild, lagadeild og heimspekideild- Fyrsta árið voru 45 stúdentar innritaðir í skólann, en prófessorar voru 9, Jjar af 2 í guðfræðideild, 2 í læknadeild, 3 í lögfræðideild og 2 í heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.