Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 19
SIR WILLIAM CRAIGIE 199 Meðan stríð og styrjöld hörð steypa þjóðum Týs í glímur, langt frá ísa ljósri jörð lesið hef ég Ingólfsrímur. Hresstu bæði hug og sál hagar þínar, Símon, bögur, fjörgar ennþá íslenzkt mál, er það hermir fornar sögur. Þessar vísur eru prentaðar í „Sagnakveri", sem Snæbjörn Jónson gaf út á aldarafmæli Símonar 1944, og þess getið, að þær séu ortar 1914 eða 1915. Craigie orti fleira undir bragarháttum rímna. Svo sem kunnugt er, hefur forlag Munksgaards í Kaupmanna- höfn gefið út ljósprent af mörgum íslenzkum skinnbókum. Árið 1938 gaf Munksgaard út ljósprent af rímnabók þeirri, sem elzt er og mest allra handrita, sem rímur geyma, skinnbókinni 604, 4to í Árnasafni, sem oft er nefnd Staðarhólsbók. Hún mun skrifuð 1540 eða skömmu síðar, og rímurnar í henni eru ortar fyrir siða- skipti. Craigie reit formála við útgáfuna. Hann sýnir ljóslega, hver nýjung það var í íslenzkum bókmenntum, er rímnagerð hófst, og gefur stutt en glöggt yfirlit um miðaldarímur, einkum bragar- hætti. Hann bendir á þær miklu vinsældir, sem rímur nutu með íslendingum öld fram af öld, og gildi rímnanna, sérstaklega um verndun og viðhald íslenzkrar tungu. Mesti skerfurinn, sem hann lagði til þekkingar og skilnings á rímum, er „Sýnisbók íslenzkra rímna frá upphafi rímnakveðskapar til loka nítjándu aldar,“ sem kom út í þrem allstórum bindum 1952, en þá fyllti Craigie 85 ár. Hann skiptir sögu rímnanna í þriú tímabil, fyrsta tímabil frá upphafi rímnakveðskapar til 1550, annað tímabil frá 1550 til 1800 og þriðja tímabilið er 19. öldin. Hverju tímabili er helgað eitt bindi bókarinnar. Fyrir hverju bindi er sérstakur inngangur, auk formála, en Snæbjörn Jónsson þýddi formála og innganga á íslenzku. í formála fyrsta bindis gerir Craigie þá grein fyrir bókinni, að markmið hennar sé „að gera það mögulegt íslenzkum lesendum og erlendum að öðlast hug- mynd um uppruna, einkenni og sögu rímna yfirleitt, með nægileg- um dæmum til þess að sýna ýmsar gerðir þeirra, yrkisefni og bragar- hætti á þeim tímabilum, sem hentugast er að skipta sögu þeirra í.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.