Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 35
BltÉF TIL VINAR 215 sá hún hann lengi, en ekki ávallt. — Hún gerðist þunglynd, þoldi illa ruddahátt hans. Stjúp- sonur hennar, Jasja, gerði til- raun til að skjóta sig, en hitti ekki. Faðir hans hæddist að hon- um. „Hittir ekki, karlinn. Get- ur ekki einu sinni skotið beint,“ sagði hann iðulega. Hún hataði víndrykkju, þoldi ekki vín, og í hennar augum var vínið upphaf alls ills. Stalin hélt aftur á móti sið heimahaga sinna og drakk alltaf grúsisk vín með kvöld- matnum. I veizlu á 15 ára af- mæli byltingarinnar hrópar Stal- in til konu sinnar við borðið: „Halló, þú þarna, drekktu nú,“ og hún á að hafa svarað: „Svona læt ég ekki tala við mig,“ stóð upp og hvarf úr veizlusalnum, og þá nótt skaut hún sig með lítilli skammbyssu, sem frændi hennar hafði eitt sinn sent henni frá Berlín. Stúlkurnar, sem fundu hana um morguninn, vissu ekki, á hvern þær ættu að kalla, báðu seinast varðforingjann að koma, en þeim virtist ekki hafa dott- ið í hug að kalla fyrst á Stalin, sem svaf í herbergi sínu næst borðstofunni. Stalin var ekki mönnum sinn- andi fyrst í stað, segir Svetlana eftir Jrjónustufólkinu, sem sagði henni þetta síðar. Hann spurði sjálfan sig í þaula, hvað valdið hefði, hvers vegna, stundum fékk hann ofsaleg reiðiköst, og Svetlana heldur að ástæðan hafi verið sú, að móðir hennar hafi skilið eftir bréf til hans, hræði- legt bréf, fullt af ásökunum, og ekki aðeins persónulegum, held- ur pólitískum líka, og hann hafi því hlotið að álíta, að hún, kon- an hans, hefði verið í hópi and- stæðinga hans síðustu árin. — Hann var ekki við jarðarförina. — Svetlana sá ekki þetta bréf, en telur bersýnilega að óyggjandi sé að það hafi verið skrifað. Annars segir liún frá því, sem hún hefur sjálf séð og reynt, og gerir það í einlægni á þann hátt, að trúverðugt er. Þar er styrkur bókarinnar. Á milli eru svo hug- leiðingar hennar um Jrá atburði, sem hún lvsir, byltinguna, há- leitar hugsjónir og trúmál og rússneska náttúru, sem hún elsk- ar heitt. Hún segir: „Engin okkar mun nokkru sinni svíkja Rússland eða yfirgefa það, flýja land vegna lítilfjörlegra lífsþæg- inda.“ Hún er sex ára, þegar móðir hennar deyr, og næstu tíu árin er Stalin henni góður faðir eða reynir að vera það; hún gengur í skóla, — þegar hún stækkar er leynilögreglumaður látinn elta hana, hvert sem hún fer. Hún þolir ekki þennan sífellda vörð og sárbiður föður sinn að losa sig við hann, Jregar hún byrjar háskólanámið. Faðir hennar var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.