Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 36
216 EIMREIÐIN þá nýkominn heim af Teheran- ráðstefnunni og var í góðu skapi, sagði sem svo: Farðu til fjand- ans, og láttu drepa þig, ég tek þá enga ábyrgð á þér. Eftir að stríðið hófst sáust þau sjaldan, Stalin og dóttir hans. Hún varð hugfangin af manni af gyðingaættum, Kapler að nafni. Hann sagði henni frá umheiminum, gaf henni erlend- ar bækur, kom henni í skilning um kvikmyndalist, þau skrifuð- ust á, töluðu saman í síma, hitt- ust í Tretjakov-safninu, — það var allt og sumt. Stalin fékk skýrslur um þetta. löðrungaði dóttur sína, skammaði hana, og sagði við hana: „Líttu bara í spegil — hver heldurðu að kæri sig um stelpu eins og þig?“ — Þáu orð særðu hana djúpt. Mað- urinn var sendur í fangelsi. Stalin féll það verst, að hann var Gyðingur, segir Svetlana. Hún gifti sig skólabróður sín- um Morosov ári síðar, hann var líka af Gyðingaættum. Stalin leyfði henni samt að giftast hon- um. „Þú vilt giftast,“ sagði hann. „Jú, jú, það er vor,“ sagði hann svo eftir langa þögn, „farðu til ljandans og gerðu það, sem ]rú vilt.“ Hann vildi aldrei sjá mann hennar. Stalin barst ekki á, kærði sig ekki um að safna fjársjóðum, gerði sér naumast grein fyrir gildi peninga, segir dóttir hans, og vildi ekki hafa neinn íburð. Afþreying hans var að safna um sig kunningjum við kvöldverðar- borðið og sitja og spjalla, oftast við sömu mennina. Hann spurði dóttur sína, þeg- ar hún skildi í annað skiptið, hvort hún þyrfti ekki peninga. Nei, sagði hún. „Þessu lýgur þú,“ sagði hann, „hvað þarftu mikið?“ og svo stakk hann að henni tvö eða þrjú þúsund rúbl- um. Hún segir: „Stundum hevri ég eða les, að faðir minn hafi talið sig eins konar guð, og þá furða ég mig á því, að fólk, sem þekkti hann vel, skuli geta sagt þetta. Að vísu var hann aldrei sérlega lýðræðislega sinnaður, en ekki taldi hann sig guð.“ Hún segir, að honum hafi verið illa við mannfjölda, ekki þolað fagn- aðarlæti fólks, eins og í Grúsíu- förinni 1951. — Hann fór ekki einu sinni til höfuðborgarinnar í föðurlandi sínu þetta skipti, sat fangi í frægð sinni, eins og dóttir hans kemst að orði. í eftirmála lofar hún hetjur byltingarinnar, heilsteypta hug- sjónamenn, en spyr síðan hvort þeir, sem hugðust standa ofar byltingunni og hraða henni, ná hinu góða með aðferðum liins illa, hraða framförum, — náðu þeir markinu? Og allar þær mill- jónir meiningarlausra fórna, þúsundir snilldarmanna, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.