Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 75
RITSJÁ 255 Sveinn Sœmundsson: í SÆRÓTINU. Setberg, Reykjavík 1967. Undanfarin ár hafa bækur um sjó- mennsku verið mjög í tízku hérlendis. Hefur verið fjallað um það efni frá mörgurn hliðum og m. a. komið út bók um sjódrauga. Leit vel út um það að „sjóferðabækurnar“ væru að taka við af andatízkunni, er hér var lengi ráðandi í bókmenntum, og á reyndar upp á pallborðið hjá ótrúlega mörg- um enn. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags íslands, hefur á undanförn- um árum sent frá sér þrjár bækur um sjó og sjómennsku. Hin fyrsta nefnd- ist í brimgarðinum, önnur Menn í sjávarháska og sú þriðja, er kom út nú í haust, í særótinu. Sveinn kann vel þá list, að segja skemmtilega frá, auk þess sem hann fjallar kunnáttusamlega um það efni, er hann tekur til meðferðar, en sjálf- ur var hann sjómaður um árabil. Meira að segja er hægt að segja, að hann fjalli of kunnuglega urn efnið, því að venjulegur landkrabbi Jtarf gjarnan að grípa til orðabókar til að öðlast skilning á ýmsum þeim orðum, sem sjómönnunt eru töm. í særótinu Ijallar að mestu leyti um svokallað Halaveður, 7.-8. febrúar 1925. í því veðri fórust tveir togarar og margir- aðrir komust í krappan dans. Segir í bókinni frá baráttu 14 togara í óveðrinu og er uppistaða frá- sagnanna fengin með viðtölum við þá menn, er sjálfir upplifðu atburðina. Kemur fram í bókarlok að höfundur hefur rætt við um sextíu menn, auk þess að kynna sér prentaðar heimildir. Lætur að líkum, að slíkt hefur verið mikið verk, enda er það aðalsmerki Sveins Sæmundssonar, hversu mikla alúð liann leggur við að hafa heimild- ir sínar sem traustastar. Er það meira en hægt er að segja um nokkra þá liöfunda, er taka hliðstæð viðfangsefni til meðferðar. Það hefur sennilega verið óhjá- kvæmilegt fyrir höfundinn að frásagn- irnar yrðu hver annarri keimlíkar, og niá t. d. á það benda, að lýsing á því, hvernig veðrið skall á er nær hin sama í öllum köflunum. Mögulegt hefði verið að komast hjá þessum end- urtekningum með þvl að setja frá- sögnina öðruvísi upp, en einn kafli er um hrakninga hvers togara. Einna bezt tekst höfundi upp í kafla, er hann nefnir SOS við Meðal- landssand og greinir frá strandi tog- arans Egils rauða. Sá þáttur er mjög skemmtilega upp settur. Ótalinn er sá þáttur, er prýðir bók- ina mikið, en það eru margar afbragðs góðar ljósmyndir, flestar teknar af Guðbjarti Asgeirssyni frá Hafnarfirði. Eru þar m. a. ljósmyndir af öllum Jreim togurum, er við sögu koma, auk svipmynda frá störfum sjómannanna um borð í togurunum. Þegar á heildina er litið, er í sæ- rótinu hin læsilegasta bók og rnerk lieimild um Jrað foráttuveður, er kost- aði íslendinga 68 mannslíf, auk gífur- legs tjóns, er varð á eignum. St. J. L. MERKIR ÍSLENDINGAR. Nýr flokkur, IV. Bókfellsútgáfan h.f. Reykjavík 1967. Með þessu bindi er lokið öðrum flokki þessa ritsafns. Hann hófst 1962 og bindin samtals sex eða jafnmörg og voru í fyrsta flokki. Jón Guðnason fv. skjalavörður sá um útgáfu þessa flokks, en Þorkell heitinn Jóhannes- son um útgáfu hins. Alls eru þarna kornin 12 bindi ævisagna merkra ís- lendinga frá ýmsum tímum. Gefið er í skyn í formála, að framhald kunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.