Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 38
Lárviðarskáldið John Masefield og íslenzkar fornbókmenntir eftir dr. Richard Beck. Eins og kunnugt er, lézt brezka lárviðarskáldið John Masefield í maímánuði síðast- liðnum, nærri níræður að aldri. Hafði hann verið lárviðarskáld síðan 1930, og skipað þann virð- ingarsess með sóma, meðal ann- ars rækt vel það hlutverk lár- viðarskáldsins, þótt eigi sé það nein kvöð lengur, að yrkja há- tíðarkvæði á merkum tímamót- um í lífi brezku konungsfjöl- skyldunnar. Voru þau ljóð hans löngum stuttorð og látlaus, og hittu vel í mark, en bera vitan- lega svipmót þess, að þau voru tækifæriskvæði. Lík Masefields var brennt, en á hádegi 20. júní í sumar fór fram virðuleg minningarat- höfn um hann í Westminster Abbey í Lundúnum, þegar jarðneskum leifum hans var fengið hvílurúm í „Skáldahorn- inu“ í þeirri söguríku frægðar- liöll Breta. Hlýrri og aðdáunar- ríkri frásögn sinni um minning- arathöfnina valdi októberhefti málgagns Ameríska skáldafélags- ins (The Poetry Society of America) eftirfarandi fyrir- sögn: „Masefield Drops Anchor in Poets Corner“ (Masefield varpar akkeri í Skáldahorninu), og var það ágætlega til orða tekið, þegar í minni er borið, hver grundvallarþáttur hafið og sjómennskan eru í ljóðum og sumum ljóðsögum Masefields, enda var hann réttilega talinn fyrsta meiriháttar ljóðskáld Breta, sem sótti yrkisefni sín í sæfarir og sjómannalífið. Var það því ekki að ófyrirsynju, að hann hefur verið nefndur „Lár- viðarskáld hafsins“ (The Poet Laureate of the Sea). En vitanlega fann hann miklu víðar viðfangsefni í hin mörgu og margbreyttu skáldrit sín. Var hann einnig svo afkastamikill rithöfundur, að hin ýmsu rit hans, bæði í bundnu máli og óbundnu, skipta mörgum tug- um. Verða þau eigi talin hér, en um þau, fram að þeim tíma,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.