Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 41
JOHN MASEFIELD OG ÍSLENZKAR FORNBÖKMENNTIR 221 ursleysi sagnastílsins forna. Lýs- ingarnar á höfuðpersónunum, þeim Þórði og Vigdísi, eru af- bragðsgóðar. Hinar miklu and- stæður í skapgerð þeirra hjón- anna auka stórum hinn drama- tíska kraft leiksins. Masefield sótti ennfremur í Gunnlaugs sögu ormstungu uppistöðuna í eina af frægustu ljóðsögum sínum, Tlie Daffodil Fields (Fíflaakrar), 1913. í for- málanum að einni heildarútgáfu kvæða og leikrita sinna (The Poems and Plays of John Mase- field, New York, 1918) getur hann þess, að hann hafi fundið efnið í The Daffodil Fields í neðanmálsgrein í bók Sir G. S. Mackenzies, Travels in Iceland (Edinburgh, 1812). En neðan- máslgrein sú, sem um ræðir, er æði langur útdráttur (bls. 30— 32, með srnáu letri) úr Gunn- laugs sögu. í ljóðsögu skáldsins er þó aðeins að finna nokkra höfuðdrætti úr frumsögunni ís- lenzku: — keppinautana tvo, er unna sömu konunni og berjast út af henni, og svik Hrafns við Gunnlaug, er hann sækir hon- um vatnið. Skáldið hefur mjög lagað efnið í hendi sér, aukið við það og fært það í nútíðar- búning. Aðalpersónurnar heita allt öðrum nöfnum en í sögunni, og það, sem enn meiru varðar, þær eru allt öðruvísi skapi farn- ar. Mun þó mega segja, að Michael og Gunnlaugur eigi sammerkt í því, að báðum svell- ur rík ævintýraþrá í brjósti. Mary á það einnig sammerkt með Helgu, að fyrsta ást hennar slokknar eigi. Báðar eru þær einnig fastlyndar konur og stór- lyndar. En þó að eigi sé um nánari líkingu að ræða milli The Daf- fodil Fields og Gunnlaugs sögu, er það eigi að síður merkilegt, að eitt af merkustu lárviðar- skáldum Breta fann þar efnivið- inn í eina af höfuðljóðsögum sínum. Jafnframt sæmir að rninna á það, að hann er aðeins einn margra merkisskálda víða um lönd, sem gott hefur orðið til fanga í gróðurlundum forn- bókmennta vorra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.