Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 41
JOHN MASEFIELD OG ÍSLENZKAR FORNBÖKMENNTIR
221
ursleysi sagnastílsins forna. Lýs-
ingarnar á höfuðpersónunum,
þeim Þórði og Vigdísi, eru af-
bragðsgóðar. Hinar miklu and-
stæður í skapgerð þeirra hjón-
anna auka stórum hinn drama-
tíska kraft leiksins.
Masefield sótti ennfremur í
Gunnlaugs sögu ormstungu
uppistöðuna í eina af frægustu
ljóðsögum sínum, Tlie Daffodil
Fields (Fíflaakrar), 1913. í for-
málanum að einni heildarútgáfu
kvæða og leikrita sinna (The
Poems and Plays of John Mase-
field, New York, 1918) getur
hann þess, að hann hafi fundið
efnið í The Daffodil Fields í
neðanmálsgrein í bók Sir G. S.
Mackenzies, Travels in Iceland
(Edinburgh, 1812). En neðan-
máslgrein sú, sem um ræðir, er
æði langur útdráttur (bls. 30—
32, með srnáu letri) úr Gunn-
laugs sögu. í ljóðsögu skáldsins
er þó aðeins að finna nokkra
höfuðdrætti úr frumsögunni ís-
lenzku: — keppinautana tvo, er
unna sömu konunni og berjast
út af henni, og svik Hrafns við
Gunnlaug, er hann sækir hon-
um vatnið. Skáldið hefur mjög
lagað efnið í hendi sér, aukið
við það og fært það í nútíðar-
búning. Aðalpersónurnar heita
allt öðrum nöfnum en í sögunni,
og það, sem enn meiru varðar,
þær eru allt öðruvísi skapi farn-
ar. Mun þó mega segja, að
Michael og Gunnlaugur eigi
sammerkt í því, að báðum svell-
ur rík ævintýraþrá í brjósti.
Mary á það einnig sammerkt
með Helgu, að fyrsta ást hennar
slokknar eigi. Báðar eru þær
einnig fastlyndar konur og stór-
lyndar.
En þó að eigi sé um nánari
líkingu að ræða milli The Daf-
fodil Fields og Gunnlaugs sögu,
er það eigi að síður merkilegt,
að eitt af merkustu lárviðar-
skáldum Breta fann þar efnivið-
inn í eina af höfuðljóðsögum
sínum. Jafnframt sæmir að
rninna á það, að hann er aðeins
einn margra merkisskálda víða
um lönd, sem gott hefur orðið
til fanga í gróðurlundum forn-
bókmennta vorra.