Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 29
SYSTURNAR, SYNDIN OG BARN SEAI GRÆTUR 209 tíu þúsund sinnum verri en kan- arnir. Þeir hafa mest gaman af því, ef maður er undir áhrifum, þá þukla þeir mest. Þessi kýrlynda kona, hún hafði talað sig í hugaræsing, hún dill- aði barninu í grátlausri heift sinni og orðin streymdu af vör- um hennar í gusurn eins og bannfæring. Þeir gætu ekki farið svoleiðis með mig, sagði stúlkan með stoltu brosi. Ég kann nefnilega á þeim lagið. Ég teymi þá á asna- eyrunum. Æ Guðríður mín, sagði kon- an, ég vildi að þú færir ekki. Hvaða afskiptasemi er þetta, sagði stúlkan fjörlega. Hann sem bíður eftir mér. Og svo er ég viss um að Hann kemur bráð- um. Ég skal búa um hann, ef þú vilt, áður en ég fer. Nokkru síðar kjáði hún fram í barnið og sagði: Bleðð, eððsk- an, bleðða bleðð, litla sæta eððskan. Svo var hún farin og skildi eftir sig þykkan ilm og konan hnussaði hljóðlega og strauk breiðum fingrum um var- ir barnsins til að fjarlægja sak- lausa vætuna úr munni þess. Nokkrir skítugir smástrákar léku fótbolta á melnum og höfðu skipsflakið fyrir mark og skeyttu ekkert um flöskubrotin, sem glömpuðu marglit í dularfullri gulri heiðríkju sólvetrardagsins. Aha! sögðu þeir. Kanamellan! Er Gudda kanamella að fara að ná sér í kanakall, er Gudda mella í ljótri kápu, er luin ólétt eftir kanakallana? Einn þeirra, bleikur og hárlaus, henti í hana skít. Hún hljóp við fót og æpti um öxl þjálfaðri röddu: Haldiði kjafti, helvítis ormarnir. Þeir æptu einum rómi, sigri hrósandi illgirnislega, synir þessarar frost- sviðnu eyðimerkui', fráneygir synir borgaranna, framtíð þjóð- anna henti skít í synduga systur sína, hentu í hana torfsneplum, sem þeir grófu áköfurn fingrum upp úr jörðinni, glerbrotum rigndi á eftir henni, formæling- ar dundu á baki hennar eins og eitruð spjót. Meðfram Stöðinni gengu ung hjón með barnavagn, konan var rjóð af kuldanum, hún leit við og brosti, maður- inn þagði og gekk áfram þung- búinn. Gunna mín, sagði þessi kornunga kona, þegar stúlkan hljóp framhjá henni: Heyrðu, Gunna mín, hvernig hefur syst- ir þín það? En stúlkan leit ekki við henni þrátt fyrir útrétta hönd, brosandi augu í frostbirt- unni, hönd sem ekkert fordæmdi og allt elskaði vegna þeirrar hamingju, sem hafði heimsótt hana einn dag í september, þeg- ar guð gaf henni heilbrigt barn og trúan eiginmann. Það var há- degi og sólbirta og viknandi frostmóða á götunum. Joey og tveir sjóliðar úr hin- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.