Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 29

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 29
SYSTURNAR, SYNDIN OG BARN SEAI GRÆTUR 209 tíu þúsund sinnum verri en kan- arnir. Þeir hafa mest gaman af því, ef maður er undir áhrifum, þá þukla þeir mest. Þessi kýrlynda kona, hún hafði talað sig í hugaræsing, hún dill- aði barninu í grátlausri heift sinni og orðin streymdu af vör- um hennar í gusurn eins og bannfæring. Þeir gætu ekki farið svoleiðis með mig, sagði stúlkan með stoltu brosi. Ég kann nefnilega á þeim lagið. Ég teymi þá á asna- eyrunum. Æ Guðríður mín, sagði kon- an, ég vildi að þú færir ekki. Hvaða afskiptasemi er þetta, sagði stúlkan fjörlega. Hann sem bíður eftir mér. Og svo er ég viss um að Hann kemur bráð- um. Ég skal búa um hann, ef þú vilt, áður en ég fer. Nokkru síðar kjáði hún fram í barnið og sagði: Bleðð, eððsk- an, bleðða bleðð, litla sæta eððskan. Svo var hún farin og skildi eftir sig þykkan ilm og konan hnussaði hljóðlega og strauk breiðum fingrum um var- ir barnsins til að fjarlægja sak- lausa vætuna úr munni þess. Nokkrir skítugir smástrákar léku fótbolta á melnum og höfðu skipsflakið fyrir mark og skeyttu ekkert um flöskubrotin, sem glömpuðu marglit í dularfullri gulri heiðríkju sólvetrardagsins. Aha! sögðu þeir. Kanamellan! Er Gudda kanamella að fara að ná sér í kanakall, er Gudda mella í ljótri kápu, er luin ólétt eftir kanakallana? Einn þeirra, bleikur og hárlaus, henti í hana skít. Hún hljóp við fót og æpti um öxl þjálfaðri röddu: Haldiði kjafti, helvítis ormarnir. Þeir æptu einum rómi, sigri hrósandi illgirnislega, synir þessarar frost- sviðnu eyðimerkui', fráneygir synir borgaranna, framtíð þjóð- anna henti skít í synduga systur sína, hentu í hana torfsneplum, sem þeir grófu áköfurn fingrum upp úr jörðinni, glerbrotum rigndi á eftir henni, formæling- ar dundu á baki hennar eins og eitruð spjót. Meðfram Stöðinni gengu ung hjón með barnavagn, konan var rjóð af kuldanum, hún leit við og brosti, maður- inn þagði og gekk áfram þung- búinn. Gunna mín, sagði þessi kornunga kona, þegar stúlkan hljóp framhjá henni: Heyrðu, Gunna mín, hvernig hefur syst- ir þín það? En stúlkan leit ekki við henni þrátt fyrir útrétta hönd, brosandi augu í frostbirt- unni, hönd sem ekkert fordæmdi og allt elskaði vegna þeirrar hamingju, sem hafði heimsótt hana einn dag í september, þeg- ar guð gaf henni heilbrigt barn og trúan eiginmann. Það var há- degi og sólbirta og viknandi frostmóða á götunum. Joey og tveir sjóliðar úr hin- 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.