Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 58
238
EIMHEIÐIN
„Engar trúarbragðadeilur, —
engir árekstrar.“
„Hættið þessu tali, það gæti
heyrzt."
„En lestin ekur . . .“
„Ekur, þó það! Njósnararnir
hafa áreiðanlega komið sér fyrir
á gangborðunum; um leið og
þeir komast á snoðir um að
flóttafólk sé með lestinni, gera
þeir fyrirliðunum viðvart. Síð-
asta lestin . ..“
„Þó þið hirðið ekki um ykkar
eigið líf, ættuð þið að minnsta
kosti að taka tillit til hinna
fimm þúsund, sem eru með lest-
inni og þegja! I guðs almáttugs
nafni . ..“
Það kviknaði aftur á ljóskúl-
unni.
Það heyrðust stunur. Þær
breyttust brátt í harðan hiksta.
Einhver seldi upp. Sóttnæmið
virtist liggja í loftinu.
Hann hallaði sér fram, lagði
höndina við enni konu sinnar.
Barnið seldi upp, þarmur þess
gekk upp og niður og það and-
aði í hörðum sogum.
Þegar hann snerti barnið, var
sem hann brenndi sig á gómun-
um.
Hann dró hitamæli upp úr
vasa sínum, en hann hafði brotn-
að og allt kvikasilfur úr honum.
Hann þreifaði á slagæð barns-
ins. Hitinn nálgaðist áreiðanlega
42 stig.
Allt í einu ranghvolfdust augu
barnsins, svo aðeins sá í hvítuna.
Móðirin rak upp vein, aðrar
mæður birgðu börn sín við
barm sér til að vernda þau fyrir
hinum válega skugga, sem trú-
að er að fylgi dauðanum. En
augnatillit barnsins varð eðlilegt
aftur.
Hontirn létti ákaflega, en
liann vissi, að þetta var aðeins
andartaks fró; hann hafði ekki
nein lyf, vatnsflaskan var tóm,
ekki mátti opna gluggania hvað
sem við lá.
Nágranni hans rétti honum
glas hálffullt af vatni. Hann lét
það renna ofan í hálsinn á barn-
inu. Hvað gat hann gert? Hann
vildi fremur að þessi þjáði vesal-
ingur dæi, en að það liði þessar
ólæknandi og óstöðvandi kvalir.
Það gafst smám saman upp,
hikstaði, kúgaðist. Loks stirðn-
aði líkami þess og lá hreyfingar-
laus.
Það var strax farið að ræða
um það í vagninum, að hin
börnin gætu smitazt, ráðlegast
væri að varpa líkinu í næstu á,
sem yrði á leiðinni.
Móðirin grét og mátti ekki
heyra það nefnt.
Þannig leið klukkustund, —
tvær stundir, þrjár.
Ljósið slokknaði. Hitabylgj-
urnar lagði frá lofti, veggjum og
gólfi. Það var viðlíka inni í
vagninum og gufukatli, sem er
að því kominn að springa.