Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 58

Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 58
238 EIMHEIÐIN „Engar trúarbragðadeilur, — engir árekstrar.“ „Hættið þessu tali, það gæti heyrzt." „En lestin ekur . . .“ „Ekur, þó það! Njósnararnir hafa áreiðanlega komið sér fyrir á gangborðunum; um leið og þeir komast á snoðir um að flóttafólk sé með lestinni, gera þeir fyrirliðunum viðvart. Síð- asta lestin . ..“ „Þó þið hirðið ekki um ykkar eigið líf, ættuð þið að minnsta kosti að taka tillit til hinna fimm þúsund, sem eru með lest- inni og þegja! I guðs almáttugs nafni . ..“ Það kviknaði aftur á ljóskúl- unni. Það heyrðust stunur. Þær breyttust brátt í harðan hiksta. Einhver seldi upp. Sóttnæmið virtist liggja í loftinu. Hann hallaði sér fram, lagði höndina við enni konu sinnar. Barnið seldi upp, þarmur þess gekk upp og niður og það and- aði í hörðum sogum. Þegar hann snerti barnið, var sem hann brenndi sig á gómun- um. Hann dró hitamæli upp úr vasa sínum, en hann hafði brotn- að og allt kvikasilfur úr honum. Hann þreifaði á slagæð barns- ins. Hitinn nálgaðist áreiðanlega 42 stig. Allt í einu ranghvolfdust augu barnsins, svo aðeins sá í hvítuna. Móðirin rak upp vein, aðrar mæður birgðu börn sín við barm sér til að vernda þau fyrir hinum válega skugga, sem trú- að er að fylgi dauðanum. En augnatillit barnsins varð eðlilegt aftur. Hontirn létti ákaflega, en liann vissi, að þetta var aðeins andartaks fró; hann hafði ekki nein lyf, vatnsflaskan var tóm, ekki mátti opna gluggania hvað sem við lá. Nágranni hans rétti honum glas hálffullt af vatni. Hann lét það renna ofan í hálsinn á barn- inu. Hvað gat hann gert? Hann vildi fremur að þessi þjáði vesal- ingur dæi, en að það liði þessar ólæknandi og óstöðvandi kvalir. Það gafst smám saman upp, hikstaði, kúgaðist. Loks stirðn- aði líkami þess og lá hreyfingar- laus. Það var strax farið að ræða um það í vagninum, að hin börnin gætu smitazt, ráðlegast væri að varpa líkinu í næstu á, sem yrði á leiðinni. Móðirin grét og mátti ekki heyra það nefnt. Þannig leið klukkustund, — tvær stundir, þrjár. Ljósið slokknaði. Hitabylgj- urnar lagði frá lofti, veggjum og gólfi. Það var viðlíka inni í vagninum og gufukatli, sem er að því kominn að springa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.