Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 76
256 EIMREIÐIN að verða á þessari útgáfu „áður langt um líður“ og er gott til þess að liugsa. I þessu nýja bindi eru ævisögur eftirtalinna manna: Jóseps Skaftason- ar læknis, Péturs Guðjónssonar organ- leikara, Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík, Valdimars Asmundssonar ritstjóra, Einars Jóns- sonar prófasts á Hofi, Sigurðar Stefáns- sonar prests og alþingism. frá Vigur, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, forustu- konu á sviði kvenréttinda, Ólafs Da- víðssonar náttúrufræðings, rithöfund- ar og þjóðsagnasafnara, Jóns Ólafsson- ar bankastjóra og alþingismanns, Hall- dórs Vilhjálmssonar skólastjóra, Guð- mundar G. Bárðarsonar náttúrufræð- ings, Magnúsar Sigurðssonar banka- stjóra, dr. Gunnlaugs Claessens yfir- læknis og Steinþórs Sigurðssonar nátt- úrufræðings. Alls þessa mæta fólks er að sjállf- sögðu minnzt af virðingu og makleik- um, ævisögurnar yfirleitt vel ritaðar og sumar afburða vel, og vil ég geta þessara sérstaklega: Jóseps Skaftason- ar eftir Pál V. G. Kolka, Ólafs Davíðs- sonar eftir Steindór Steindórsson og Steinþórs Sigurðssonar eftir Jón Ey- þórsson. Þess ber að geta sérstaklega, hve vel hefur í alla staði verið til útgáfunn- ar vandað af hálfu útgáfufyrirtækisins, en forstjóri þess er sem kunnugt er Birgir Kjaran alþm. Bókin er VIII + 280 bls., að meðtöldum formála og nafnaskrá, prentuð í Odda, snyrtilega' og af vandvirkni, en stöku myndir liafa ekki prentazt svo sel sem skyldi, að því er virðist vegna þess, að mynda- mót liafa ekki verið gerð eftir galla- lausum myndum. Svo er til dæmis um myndina af Halldóri Vilhjálmssyni, sent liefur auk þess lent inni í ævi- sögu annars manns, en vel má vera, að þau mistök hafi ekki náð. til alls upplagsins. Eg hef lýst það skoðun mína í út- varpserindi, að forustumanna þjóðar- innar, en um marga þeirra hefur styrr staðið, beri að minnast eins og þeir voru mestir og beztir. Það hefur verið gert í safninu Merkir íslandingar. A. Th. Kristinn Reyr: SJÖ SÖNGLÖG. Carl Billich bió til prentunar. Reykja- víkl967. I haust kom út sönglagahefti eftir Kristin Rey. Kynnast menn þar nýrri hlið á listsköpun Kristins, en fram að þessu hefur liann verið kunnastur af ljóðum sínum, enda hefur hann gefið út nokkrar ljóðabækur. Þó er hógværð hans svo mikil, að ekkert af sönglögunum er við kvæði eftir hann sjálfan, en lög hans eru við ljóð eftir- talinna skálda: Húsin í bænum, eftir Tómas Guðmundsson, Aamma kvað, eftir Örn Arnarson, Vorið góða, eftir Jóhannes úr Kötlum, Að skýja baki, eftir Davíð Stefánsson, Brátt kemur betri tíð, eftir Halldór Laxness, I veizlulok, eftir Magnús Asgeirsson og Elín Helena, eftir Stein Steinarr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.