Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 50
230
EIMREIÐIN
brennisteinsfýlu lagði af — og
minntu á Gunnu á Reykjanesi.
Margt var þar litfagurra steina.
Ölkelduvatn spratt úr bergi þarna
í grennd, og þar stóð drengur með
glös og bauð fólki að drekka. Þau
börn, sem áttu heima í þorpinu,
gengu berfætt eins og víðar í
eynni. „Eruð þið Svíarnir?“ spurði
gamall, berfættur götusópari okkur.
Frá þessum nornakötlum, sem
eyjaskeggjar sjálfir telja hina
mestu í Evrópu, var næsti áfangi
okkar í botn Furnasdals.
Víða á ökrum var fólk við vinnu.
Sumir voru að raka yfir nýplægða
akra með handverkfærum, aðrir að
sá, enn aðrir að gróðursetja nytja-
jurtir. Hver þumlungur lands að
kalla var nýttur, bröttustu brekk-
urnar til skógræktar. Gróskan var
svo mikil, að smjör virtist drjúpa
af hverju strái.
Nokkrir unglingar báru lieim
vatnakarfa, sem þeir höfðu veitt.
Konur í borgum og þorpum voru
með slegin sjöl utan yfir hversdags-
búningi.
Dalbrúnir Furnasdals voru sum-
ar jafnfljótfarnar og mjóstu heiða-
brúnir Vestfjarða. Víða fossuðu
lækir niður í dalinn, og vatnsmyln-
ur stóðu við þá suma. Þar er mal-
að korn. Fyrir einni öld sótti fjöldi
Breta heilsulindir dals þessa til að
fá meðal annars bót við gikt- og
hjartasjúkdómum með því að
þamba ölkelduvatn og baða sig í
því eða hveravatni. Bretar tóku sér
þá oft far með skipum, er voru
að sækja appelsínufarma til St.
Mikjálseyjar.
Við ókum til Terra Nostra, gisti-
húss í jaðri þorps eins. Sjö metra
há camelíutré mynduðu trjágöng
með veginum inn í tandurhreint
þorpið, hnarreistir hlynir uxu á
stangli. Pelargoníur, er hafðar
voru sums staðar í limgirðingar,
voru orðnar að þykkum runnum.
Skammt frá Terra Nostra var
vatnsmylna, sem áttræður maður
gætti. Einnig var þar í grennd
lítill hljómskáli frá gistihúsinu.
Við snæddum hádegisverð þarna,
en með matnum var borið létt,
bleikt vín, þrúguvín úr eynni, og
vatn, sem var einkar bragðgott.
Glæný ilmandi granaldin voru
meðal réttanna. Eitt af því, sem
Azoreyjabúar eru snillingar í að
framreiða, er hnýsutunga.
Skömmu eftir að máltíð var lok-
ið fór túlkurinn með okkur á
göngu um garð handan gistihúss-
ins Terra Nostra og í eigu þess.
Inn í garðinn var gengið um há
trjágöng af alparósum. Túlkurinn
sagði, að ekki þyrfti natni við
gróðursetningu þarna, allt dafnaði
þar, enda væri skjól í dalnum, jarð-
ylur, raki nægur úr jörðu og lofti,
jarðvegur frjór. Brezkir og portú-
galskir garðyrkjumenn skipulögðu
þenna stóra garð seint á 18. öld.
Brátt blöstu við nokkrar tjarnir. í
einni þeirra sá ég eichhornin crns-
sipes af ættinni pontederiaceae.
Jurt þessi er stundum nefnd vatna-
hyacinta. Hún myndar sums stað-
ar líkt og eyjar í ám, stöðuvötnum
og skipaskurðum í hitabelti Suður-
Ameríku, við Mexícóflóa, í Vest-
ur-Indíum og víðar. Þegar Kristó-