Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 73
RITSJÁ 253 hnökralaus og trúverðug og einfaldar náttúrulýsingar sannfærandi. Sagan hefst með lýsingu á brúð- kaupsveizlu. Einn af yngri bændum sveitarinnar er að gifta sig og brúð- urinni er heilsað. „Það er gott þegar kvenmaður eins og þú flyzt í sveitina. Svo vikna þeir og strjúka sér um augun. Viðkvæmni þeirra gleður hana og hún er þeim þakklát fyrir hlýjuna í orðum þeirra. Svo er þessu allt í einu lokið og ekkert eftir nema dvínandi söngur upp á vegi.“ Síðan fylgir sagan þremur brúð- kaupsgestum úr hlaði og fylgist með ferð þeirra yfir heiðina. Sá kafli er ef til vill sá bezti í bókinni. Þeir hitta á leið sinni Hervald í Svalvogum, og í liita brúðkaupsölsins hefst orðaskak um meintan þjófnað afdalabóndans, sem síðan leiðir svo til réttarhalda. Grunurinn er veikur og höfundur læt- ur óvissuna lialdast og fellir hvergi dóma fyrr en undir sögulok, að þjófn- aðurinn upplýsist. Manni finnst sam- úð höfundar með sakamanninum vera sú hin sama og nágrannabænda hans. Það er ekki verið að lýsa miskunnar- lausum réttarhöldum og ströngum, heldur virðist svo sem allir vildu að þessi mál hefðu aldrei hafizt. Hervald- ur ríður úr hlaði í fylgd með yfirvöld- unum. Hann kveður son sinn, en eftit stendur kona hans, sterk og óbeygð. Fyrri bækur Indriða hafa leitt til þess, að mikils er að vænta, þegar hafinn er lestur á nýrri bók eftir hann. Þeim vonum bregst Indriði ekki í þessari bók, þótt ef til vill hefði mátt búast við stærra og viðameira verki frá lionum nú. En það er ekki aðal- atriðið, heldur hitt, að Indriði er í stöðugri sókn. Erlendur Jónsson: SKUGGAR Á TORGI. Reykjavík 1967. Jafnan þykja það töluverð tíðindi í íslenzku bókmenntalífi, þegar nýr höfundur kveður sér hljóðs. Svo var og, er Erlendur Jónsson sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, er hann nefnir Skugga á torgi. Erlendur er vel mennt- aður bókmenntamaður og löngu kunn- ur fyrir bókmenntagagnrýni, er hann hefur ritað fyrir Morgunblaðið, ætíð athyglisverða, en oft umdeilda. Þótt Skuggar á torgi sé fyrsta bók Erlendar, er hvergi byrjandamerki á henni að finna. Erlendur virðist mót- aður í ljóðagerð sinni og hafa þar náð þroska. Vinnubrögð hans bera vott um mikla vandvirkni og yfirveg- un og verður það til þess að ljóð hans verða slétt og áfellulítil, en missa jafn- framt þann eldmóð, er svo oft ein- kennir fvrstu bækur ljóðskálda. Eigi að síður er lýriskur blær yfir ljóðum Erlendar og oft kemur stemn- ing augnabliksins fram, ekki hvað sízt í þeim Ijóðum, þar sem skáldið sækir yrkisefni sitt til náttúrunnar. Annars má segja, að Erlendur standi i ljóð- um sínum á tímamótum hins gamla og nýja, bæði livað form og efni snert- ir. Auk náttúrunnar er yrkisefnið hið óbrotna daglega líf og minnir Erlend- ur oft á Jón úr Vör og á tíðum jafn- vel Stein Steinarr. Nú ertu sjálfur orðinn að fögrum bókmenntum og flettir fábreyttri ævi þinni frá blaði til blaðs eins og úreltri skáldsögu. Einna bezt tekst Erlendi upp í nátt- úruljóðum sínum, og nær með sumum þeirra fram sterkum áhrifum. Má til nefna sem dæmi erindi úr ljóðinu Horfnir skuggar, sem gæti ver- ið samnefnari náttúruljóða höfundar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.