Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 73
RITSJÁ
253
hnökralaus og trúverðug og einfaldar
náttúrulýsingar sannfærandi.
Sagan hefst með lýsingu á brúð-
kaupsveizlu. Einn af yngri bændum
sveitarinnar er að gifta sig og brúð-
urinni er heilsað.
„Það er gott þegar kvenmaður eins
og þú flyzt í sveitina. Svo vikna þeir
og strjúka sér um augun. Viðkvæmni
þeirra gleður hana og hún er þeim
þakklát fyrir hlýjuna í orðum þeirra.
Svo er þessu allt í einu lokið og ekkert
eftir nema dvínandi söngur upp á
vegi.“
Síðan fylgir sagan þremur brúð-
kaupsgestum úr hlaði og fylgist með
ferð þeirra yfir heiðina. Sá kafli er ef
til vill sá bezti í bókinni. Þeir hitta
á leið sinni Hervald í Svalvogum, og
í liita brúðkaupsölsins hefst orðaskak
um meintan þjófnað afdalabóndans,
sem síðan leiðir svo til réttarhalda.
Grunurinn er veikur og höfundur læt-
ur óvissuna lialdast og fellir hvergi
dóma fyrr en undir sögulok, að þjófn-
aðurinn upplýsist. Manni finnst sam-
úð höfundar með sakamanninum vera
sú hin sama og nágrannabænda hans.
Það er ekki verið að lýsa miskunnar-
lausum réttarhöldum og ströngum,
heldur virðist svo sem allir vildu að
þessi mál hefðu aldrei hafizt. Hervald-
ur ríður úr hlaði í fylgd með yfirvöld-
unum. Hann kveður son sinn, en eftit
stendur kona hans, sterk og óbeygð.
Fyrri bækur Indriða hafa leitt til
þess, að mikils er að vænta, þegar
hafinn er lestur á nýrri bók eftir hann.
Þeim vonum bregst Indriði ekki í
þessari bók, þótt ef til vill hefði mátt
búast við stærra og viðameira verki
frá lionum nú. En það er ekki aðal-
atriðið, heldur hitt, að Indriði er í
stöðugri sókn.
Erlendur Jónsson: SKUGGAR Á
TORGI. Reykjavík 1967.
Jafnan þykja það töluverð tíðindi
í íslenzku bókmenntalífi, þegar nýr
höfundur kveður sér hljóðs. Svo var
og, er Erlendur Jónsson sendi frá sér
sína fyrstu ljóðabók, er hann nefnir
Skugga á torgi. Erlendur er vel mennt-
aður bókmenntamaður og löngu kunn-
ur fyrir bókmenntagagnrýni, er hann
hefur ritað fyrir Morgunblaðið, ætíð
athyglisverða, en oft umdeilda.
Þótt Skuggar á torgi sé fyrsta bók
Erlendar, er hvergi byrjandamerki á
henni að finna. Erlendur virðist mót-
aður í ljóðagerð sinni og hafa þar
náð þroska. Vinnubrögð hans bera
vott um mikla vandvirkni og yfirveg-
un og verður það til þess að ljóð hans
verða slétt og áfellulítil, en missa jafn-
framt þann eldmóð, er svo oft ein-
kennir fvrstu bækur ljóðskálda.
Eigi að síður er lýriskur blær yfir
ljóðum Erlendar og oft kemur stemn-
ing augnabliksins fram, ekki hvað sízt
í þeim Ijóðum, þar sem skáldið sækir
yrkisefni sitt til náttúrunnar. Annars
má segja, að Erlendur standi i ljóð-
um sínum á tímamótum hins gamla
og nýja, bæði livað form og efni snert-
ir. Auk náttúrunnar er yrkisefnið hið
óbrotna daglega líf og minnir Erlend-
ur oft á Jón úr Vör og á tíðum jafn-
vel Stein Steinarr.
Nú ertu sjálfur orðinn
að fögrum bókmenntum
og flettir fábreyttri ævi þinni
frá blaði til blaðs
eins og úreltri skáldsögu.
Einna bezt tekst Erlendi upp í nátt-
úruljóðum sínum, og nær með sumum
þeirra fram sterkum áhrifum.
Má til nefna sem dæmi erindi úr
ljóðinu Horfnir skuggar, sem gæti ver-
ið samnefnari náttúruljóða höfundar: