Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 25
Smásaga eftir Eðvarð Taylor. -------------------------------* himinn, eins og steindrekar, hús úr grjóti, hús úr steinhörðu frost- ljósi. Það var svo hljóðbært, að þær heyrðu börnin gráta í hin- um enda bæjarins. Þær gátu greint hverja einustu hreyfingu mannanna, livernig varir þeirra opnuðust í hlátri, hvernig ísinn skreið í mjallhvítum flögum undir fótum þeirra. Ertu gengin af vitinu, Guð- ríður, sagði konan og tennurnar glömruðu í henni. Ætlarðu að drepa fyrir mér krakkann úr for- kælingu? Lokaðu eins og skot, í hvelli segi ég. Mér er ekki kalt, mér er heitt, flissaði fermingarstúlkan. Andlit hennar brann af kynlegri gleði, hún hló og veifaði og hélt sloppnum að sér með annarri hendinni, bláar æðar hlykkjuð- ust í ótölulegum farvegum nið- ur handlegginn, fingur hennar skulfu. Inn með þig, sagði konan og skellti dyrunum við nefið á henni og hvarf síðan nötrandi af kulda, hvapþung og geispandi inn í hlýju eldhússins. Hún sett- ist við borð og stundi heilsuleys- islega og drakk svart kaffi með hönd undir kinn. Sástu, hvernig þeir veifuðu, tísti stúlkan frammi í gangin- um. Æ þegiðu, sagði konan. Reyndu að þegja, það er það eina, sem þú gerir af viti hér á heimilinu. Eg þekkti annan, hann heitir Siggi, hann er á Blástjörnunni. Konan sagði mæðulega: Þá heitir hann Siggi. Þá er hann á Blástjörnunni. Heyrðu, Gunna min, skiptu nú á krakkanum fyr- ir mig, gerðu það, elskan mín. Hún rak höfuðið inn um gætt- ina og sparkaði af sér skónum. Ég? Af hverju alltaf ég? Ég sem er að fara út. Af hverju alltaf ég, stundi konan. Þetta á að heita systir manns. Maður á að hafa alið þetta upp og gefið þessu að éta, og svo segir það: Af hverju alltaf ég. Af því bara að þú ert ekkert of góð til þess. Guðríður! Guð- ríður, heyrirðu til mín? Ha? Gerðu þetta lítilræði fyrir mig, andskoti er að vita af þér. Ég gat ekkert soíið í nótt. Limirnir á mér eru þungir eins og blý, ég get tæplega hreyft mig, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.