Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 39
JOHN MASEFIELD OG ÍSLENZKAR FORNBÓKMENNTIR
219
leyfi ég mér að vísa til ritgerð-
ar minnar „Lárviðarskáldið
John Masefield" (Eimreiðin,
apríl—júní 1932, bls. 156—173),
en þar er ævisaga skáldsins rak-
in í megindráttum, og sérstak-
lega fjallað um þau rit hans,
sem fluttu nýstárleg yrkisefni og
nýjan blæ inn í enskar bók-
menntir, öfluðu skáldinu víð-
frægðar, og tryggðu honum var-
anlegan sess í enskum bók-
menntum, og þá um leið í
heimsbókmenntunum.
Óhætt mun mega segja, að
víðfrægasta kvæði Masefields sé
„Sea-Fever“. Sneri Karl frændi
minn ísfeld því á íslenzku und-
ir heitinu „Hafþrá“, og skipai
þýðingin öndvegissess í ljóða-
bók hans, Svartar morgunfrúr
(Bókfellsútgáfan 1946). Karl var
snjall þýðandi, eins og Kalevala-
þýðing hans ber órækast vitni,
og hinn mesti smekkmaður á ís-
lenzkt mál. Verður eigi heldur
annað sagt, en að honum hafi,
þegar á allt er litið, farið mjög
vel úr hendi þýðingin á um-
ræddu snilldarkvæði Masefields,
um málfar, myndauðgi og and-
blæ, en í heild sinni er þýðing-
in á þessa leið:
Mig seiðir og lokkar einsemd himna
og hafa
og hjarta mitt þráir skip og leiftrin,
sem stjörnur stafa,
og vindanna gnauð í seglum og rám,
og súðir, sem titra,
John Masefield.
og sólntóðublikin, sem lognkyrra
morgna
við liafsbrún glitra.
Mig seiðir haíið á ný, því að brims
bálviðra raust
á bergmál í leynum míns hjarta
og ómar þar viðnámslaust.
Og hugur minn þráir byrsælan dag
með björt og stormhrakin ský,
með bölmóðug sjófuglskvein
og freyðandi sæva gný.
Mig seiðir hafið á ný með farmannsins
flökkulíf
um fiskanna torröktu slóðir,
og storm eins og hvassbrýndan
hníf.