Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 38

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 38
Lárviðarskáldið John Masefield og íslenzkar fornbókmenntir eftir dr. Richard Beck. Eins og kunnugt er, lézt brezka lárviðarskáldið John Masefield í maímánuði síðast- liðnum, nærri níræður að aldri. Hafði hann verið lárviðarskáld síðan 1930, og skipað þann virð- ingarsess með sóma, meðal ann- ars rækt vel það hlutverk lár- viðarskáldsins, þótt eigi sé það nein kvöð lengur, að yrkja há- tíðarkvæði á merkum tímamót- um í lífi brezku konungsfjöl- skyldunnar. Voru þau ljóð hans löngum stuttorð og látlaus, og hittu vel í mark, en bera vitan- lega svipmót þess, að þau voru tækifæriskvæði. Lík Masefields var brennt, en á hádegi 20. júní í sumar fór fram virðuleg minningarat- höfn um hann í Westminster Abbey í Lundúnum, þegar jarðneskum leifum hans var fengið hvílurúm í „Skáldahorn- inu“ í þeirri söguríku frægðar- liöll Breta. Hlýrri og aðdáunar- ríkri frásögn sinni um minning- arathöfnina valdi októberhefti málgagns Ameríska skáldafélags- ins (The Poetry Society of America) eftirfarandi fyrir- sögn: „Masefield Drops Anchor in Poets Corner“ (Masefield varpar akkeri í Skáldahorninu), og var það ágætlega til orða tekið, þegar í minni er borið, hver grundvallarþáttur hafið og sjómennskan eru í ljóðum og sumum ljóðsögum Masefields, enda var hann réttilega talinn fyrsta meiriháttar ljóðskáld Breta, sem sótti yrkisefni sín í sæfarir og sjómannalífið. Var það því ekki að ófyrirsynju, að hann hefur verið nefndur „Lár- viðarskáld hafsins“ (The Poet Laureate of the Sea). En vitanlega fann hann miklu víðar viðfangsefni í hin mörgu og margbreyttu skáldrit sín. Var hann einnig svo afkastamikill rithöfundur, að hin ýmsu rit hans, bæði í bundnu máli og óbundnu, skipta mörgum tug- um. Verða þau eigi talin hér, en um þau, fram að þeim tíma,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.