Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 18
8 EIMREIÐIN urnærði tilfinningu fjölmargra fyrir íslenzku máli og þjóðerni og gæddi margan manninn andlegri reisn, jafnvel þótt hann byggi við köld kjör og kröpp. Þetta varð svo grundvöllur tiltölulega hraðrar vakningar, sem tryggði fylgi almennings við vorboðana á sviði menningarlegrar endurreisnar og óvopnaðrar sjálfstæðisbar- áttu, sem eingöngu var háð í krafti sögulegs, þjóðernislegs og menn- ingarlegs réttar og efnahagslegrar nauðsynjar. En hvorki efnahagur né aðrar þjóðfélagsaðstæður gerðu þjóðinni fært að koma sér upp barnaskólum í hverri sveit og framhalds- skólum og margbreyttum fræðslustofnunum til hagnýts sérnátns víðs vegar um landið, svo sem brátt var að keppt hjá frændþjóð- um okkar og öðrum framsæknum lýðræðis- og menningarþjóðum hins vestræna heims. Hér naut almenningur yfirleitt ekki annarrar fræðslu í bernsku og æsku fram á fyrsta áratug þessarar aldar en þeirrar, sem heimili gátu veitt undir handleiðsln prestanna, og síðar á ævinni varð þorri manna að láta sér nægja þá þekkingu og þann menningarauka, sem þeir gátu aflað sér af þeim tiltölu- lega litla og ærið einhæfa bókakosti, sem þeir náðu í með ýmsu móti, oft búandi við sára fátækt og vonleysi um úrbætur á kjörum sínum og sinna og menningarlegum aðstæðum, og jafnvel fram á seinustu áratugi var skólaganga flestra ærið stutt og slitrótt og án nýtízkulegra hjálpargagna, og fræðslan víðast af margvíslegum van- efnum. Með hinni menningarlegu og þjóðernislegu vakningu hófst saga almenningsbókasafna og lestrarfélaga. Tólf árum síðar en I.ands- bókasafnið var stofnað Amtsbókasafn á Akureyri, og Bókasafn Flat- eyjar framfarastiftunar er aðeins átta árum yngra, en þá var að hefjast í Austur-Barðastrandarsýslu og raunar víðar á Vestfjörðum og við Breiðafjörð tímabil mikils áhuga á þjóðmálum, atvinnumál- um og bókmenntum, og kom sá áhugi allri þjóðinni að haldi, því að hann varð Jóni Sigurðssyni hin ágætasta stoð og átti óefað mik- inn þátt í því, hverjir bókmenntalegir kjarnakvistir uxu úr grasi á þessum slóðum. Árið 1847 var Amtsbókasafn Vesturamtsins stofn- að — með aðsetur í Stykkishólmi —, og síðan voru stofnuð allmörg sýslubókasöfn og fjöldi lestrarfélaga á áratugunum fram að alda- mótunum og á fyrsta tugi þessarar aldar, og á Seyðisfirði var stofn- að þriðja amtsbókasafnið árið 1893. Kunnust eru menningarleg og félagsleg áhrif slíkra safna úr Þingeyjarsýslu, en þeim eiga Þingev- ingar fyrst og fremst að þakka áhrif sín og gengi í íslenzkum stjórn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.