Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 22

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 22
12 EIMREIÐIN heildartekjurnar 20.123.144 krónur, ríkisframlag aðeins 19.4 a£ hundraði eða ekki einn fimmti hluti. Bókalán í bæjar- og héraðsbókasöfnum voru 1956 204.000 bindi, en úr sveitarbókasöfnum 99.000 bindi, alls 303.000 bindi eða ekki full 2 bindi á hvern íbúa, en 1966 voru útlán bæjar- og héraðs- bókasafna komin upp í 609.552 bindi og höfðu þá nærfellt þre- faldazt, en sveitarbókasöfn lánuðu á því ári 148.305 bindi — og var því tala lánaðra binda 757.857 eða tæplega 4 bindi á hvern íbúa, en bókalán sveitarbókasafna höfðu lækkað lítið eitt seinustu árin, höfðu kornizt í 165 þúsund bindi. Aukning útlána frá 1956 var í bæjar- og héraðsbókasöfnum 405.552 bindi, en í sveitarbóka- söfnum um 49 þúsund bindi, en þess ber að gæta, að fólki hefur fækkað í sveitum, og að þar var starfræksla og notkun safna stór- um meiri en í þéttbýlinu, þegar lögin um almenuingsbókasöfn tóku gildi. I fljótu bragði gæti þetta virzt glæsilegur árangur — og ekki sízt ef þess er gætt, að víða hefur verið bætt um húsakost bæjar- og héraðsbókasafna og einnig nokkurra af sveitarbókasöfnum þéttbýl- isins og að árlega er liafizt handa um byggingar nýrra og hag- kvæmra húsa handa hinum meiri háttar bókasöfnum. En það ber að athuga, að víðast í þéttbýlinu var ástandið ærið ömurlegt í þess- um efnum, þegar lögin um almenningsbókasöfn komu til fram- kvæmda, og að aukning á notkun safnanna og fjárframlögum til þeirra er ekki aðeins tölulega, heldur og hlutfallslega mest í bæj- unum og allmörgum af kauptúnunum. Ennfremur sýna þær tölur, sem hér hafa kornið fram, engan veginn notagildi safnanna sem frœðslustofnana, — það gildi er nú stórum minna en œskilegt vœri og verður að vera, ef söfnin eiga að ná tilgangi sínum. Þá er lögin voru samin, gerðu þeir, sem að því stóðu, ráð fyrir því, að fljótlega fengjust þau endurskoðuð og ákvæðunum um framlög breytt til mikillar hækkunar. Og árin 1959 og 1960 fékk þáverandi og núverandi menntamálaráðherra menntamálanefnd Neðri deildar Alþingis til að flytja frumvarp, sem miðaði í rétta átt. En frumvörpin döguðu uppi, og svo var það loks 1963, að urn- bætur á lögunum fengust samþykktar. En þá var svo komið, að flest, sem til safnanna þurfti, hafði hækkað stórum, og síðan hefur setið við sama, þrátt fyrir stórfelldlega aukinn kostnað og auknar þarfir. Hins vegar stendur þó óvíða á ráðamönnum bæja, héraða og sveita um aukningu framlaga, og aðeins sárafáir slíkra aðila

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.