Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 23

Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 23
EKKl .4 EINU SAMAN BRAUfíl 13 miða framlög sín við lögbundið lágmark, en hins vegar margir, þó alls ekki meirihlutinn, við það, sem á móti fæst úr ríkissjóði, og algengast er, að jafnvel þeir aðilar, sem það gera, séu mjög óánægðir yfir því, hve framlag ríkisins sé lágt og þeir þess albúnir að bæta við heimaframlagið, ef á móti kæmi hækkun frá ríkinu. Sú krafa, sem þorra ráðamanna safnanna hefur fundizt sjálfsögð, er að ríkið hækki — á hverju sem veltur í fjármálum þess —, fram- lög til safnanna í samræmi við. hækkun á bókum og öðru, sem til starfrækslunnar þarf, en því hefur ekki verið að fagna. Og sú um- bót væri engan veginn viðhlítandi. Þrátt fyrir alla þá aukningu á notkun safnanna, sem ég hef gert grein fyrir, er víðs fjarri því, að þau geti gegnt á viðunandi hátt hlutverki sínu í þjóðfélaginu — enn sem komið er. Mætti til sanns vegar færa, að yfirleitt hefði starfsemi þeirra ekki ennþá borið annan árangur en þann, að lestr- arþörf almennings hefur aukizt, einkum í þéttbýlinu, án tillits til þess, hvað fólk les. En það liefur sannazt svo greinilega, að ekki verður um villzt, að áhuga- og kunnáttusöm starfræksla, aukin fjár- framlög og bættur húsakostur ber næstum að segja ótrúlegan árang- ur. Má nefna sem dæmi Reykjavík, Keflavík, Hafnarfjörð, Sauðár- krók, Siglufjörð, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað og Vestmanna- eyjar, — á sumum þessara staða nemur notkun safnanna 7—8 bind- um á íbúa á ári, og er ýmist til að dreifa bættri starfrækslu, aukn- um og hagkvæmari húsakosti eða þessu livoru tveggja, enda heima- framlög mjög rífleg. En jafnvel þar, sem bezt er ástatt, er fjarri því, að söfnin séu orðin það, sem þau eiga að vera og margir ráðamenn þeirra hafa gert sér grein fyrir, að sé hið mikilvæga hlutverk þeirra, sem sé, að þau verði raunhœfar menningarmiðstöðvar bœjarins og héraðsins, svo sem þau eru víða orðin erlendis og verða í ríkara mæli með hverju árinu sem líður, stofnanir, sem haldi uppi fjölþættri menningarstarfsemi, laði til sín unga og gamla til hollrar tómstundaskemmtunar, til lesturs góðra bókmennta, til fræðsluiðkana á fjölmörgum sviðum, til þjálfunar í mati á eldri og yngri tónlist o. s. frv. En það, sem hér er á drepið um gildi bókasafna á sviði bókmenntalegs þroska og þekkingaröflunar, getur aldrei orðið verulega virk staðreynd, nema hér verði starfrækt skólabókasöfn, sem séu bæði notuð við kennslu venjulegra námsgreina og til þess að kenna börnum og unglingum að nota bókasafn og gera þeim slíka notkun að œviþörf. Er það eitt hið ömurlegasta og um leið dæmigerðasta tákn þess,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.