Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 30

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 30
20 EIMREIÐIN an í kassann eða á Björn á Sand- bakka. Efstu röðina vantaði, för- in eftir gullstengurnar sáust greinilega í göflum og hliðum kassans. Ertu að verða veikur, Óli? sagði Björn undrandi, sem ekki áttaði sig strax á, hvað um var að vera. Þa-það er horfin efsta röðin — sjö gullstengurnar, hvíslaði Óli hásri röddu. Getur þetta verið rétt, hróp- aði Björn og honum brá meira en lítið. Þegar Óli og Björn höfðu jafn- að sig eftir mestu geðshræring- una, athuguðu þeir nánar verks- ummerkin. Jú, það var ekki um að villast, efstu röðina vantaði í kassann, förin eftir hana voru skýr og greinileg. Lengi sátu Björn og Óli eins og dæmdir menn og íhuguðu málið. Það varð allt óskiljan- legra, þegar þess var gætt, að eng- ir ókunnugir höfðu verið liér á ferð, svo að vitað væri. Þá hlýtur það að vera einhver úr okkar hópi, sem hefur hnupl- að gullstöngunum, sagði Óli lág- um rómi. Og Sandbakkaheimilið getur heldur ekki verið undanskilið, þegar rannsókn fer fram. Mér skilst, að þið hafið verið með gullkassann í skriðbílnum í gær- O Ö kvöldi, sagði Björn og hnyklaði brúnir þungt hugsi. Þetta er harla undarlegt, sagði Óli, og það var sársauki í rödd- inni. Já, þetta er óskiljanlegt, anz- aði Björn. Helzt gæti ég trúað þessu á þennan Gvend gæja. Mér lízt ekki á þann ungling, bætti hann við eftir nokkra þögn. Ég veit ekki, svaraði Óli dræmt. Auðvitað liggja allir undir grun, ekki sízt við tveir, sem er- um hér einir að bauka við kass- ann, sagði Björn dapur í bragði. Já, og ég átti sérstaklega að gæta kassans. Hvað ætli Valur geri, þegar hann kemur heim? sagði Óli með grátstaf í kverk- unum. Við tölum einslega við Val, þegar hann kemur. Ég held, að það sé ekki heppilegt, að þetta sé á allra vitorði til að byrja með, sagði Björn. Ég veit ekki, sagði Óli hikandi og klóraði sér á bak við eyrað. Nú man ég eitt, hélt hann áfram. eftir stutta þögn. f morgun var Oddur flugmaður eitthvað að bauka til skiptis í farangurs- geymslu skriðbílsins og inni í þyrlunni. Og nú er hann floginn til Reykjavíkur eða hver veit hvert. Ójá, satt er það, tilvalið tæki- færi, og engan skyldi fortaka, tautaði Björn í skeggið. En mér lízt vel á þann mann. Ég man líka, sagði Óli ákaf-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.