Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 35

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 35
C i'LLSTENG URNA R H VERFA 25 að en vel, köldum svita sló út um hann allan og hjartað barð- ist ákaft í brjósti hans. Skyldi Valur kenna honum um hvarfið á gullstöngunum? Yrði hann kannski rekinn með smán úr leiðangrinum? Sem betur fer reyndist ótti Óla ástæðulaus. Valur talaði við hann í mildum, föðurlegum tón. Hann sagði, að Björn hefði skýrt sér frá hvarfi gullstanganna. Hvenær það hefði átt sér stað væri ómögulegt að segja. Valur sagðist ekki tortryggja hann fremur en aðra, þótt svo hefði hitzt á, að hann gætti kofans frá því um morguninn. En auðvitað lægju allir undir grun. Valur kvaðst hafa tekið þá ákvörðun að vel athuguðu máli, að gera ekki uppskátt um þjófn- aðinn að svo stöddu. Það var allt annað en skemmtilegt að þurfa að byrja á því að fá sýslumann- inn hingað austur. Vonandi tæk- ist í kyrrþey að finna sökudóig- inn. Að síðustu bað Valur Óla að hafa augun hjá sér, og minnast ekki á jDetta við nokkurn mann. Ekki einu sinni Magga? spurði Óli. Nei, Valur aftók Jrað með öllu. En hver á þá að gæta kofans næstu daga? áræddi Óli að spyrja. Það hef ég hugsað mér, að ])ú gerir, anzaði Valur. Óla fannst Jiað súrt í broti, að fá ekki að fara niður á sandinn og atast í uppgreftrinum. En Jrað varð að vera, sem Valur vildi. Næsti dagur fannst Óla held- ur lengi að líða. Enga gesti bar að garði, Drífa og Björn á Sand- bakka létu ekki einu sinni sjá sig. Það virtist ekki erfitt að gæta gidlkassans. Þó var Óli h'kt og á nálum og þorði ekki að halla sér út af og fá sér miðdegisblund. Eftir því sem Óli braut meira heilann um hvarf gullstanganna, Jress dularfyllra og óskiljanlegra fannst honum það. Óli var lengi á báðum áttum, hvort hann ætti að lyfta lokinu og gægjast ofan í kassann. Hver vissi nema allt gullið kynni að vera gufað upp, rétt eins og þegar sjónhverfinga- maður lætur hluti hverfa úr lok- uðum kössum. Já, þarna kom einmitt lausn- in. Gat ekki hugsast, að gull- stengurnar lægju kyrrar á sínum stað, það hefði aðeins verið sjón- hverfing eða eins konar skyn- villa, að Jrær væru horfnar. Þessi hugsun sótti svo fast á Óla, að loks gat hann ekki leng- ur staðizt mátið og spennti lokið af kassanum. Nei, Jrví miður, þarna sást greinilega farið, þar sem efsta röðin hafði legið. Óli lokaði kassanum gætilega. Hann gat þó huggað sig við það, að fleiri gullstengur voru ekki horfnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.