Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 40

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 40
‘50 EIMREIÐIN og hins, sem á ætt að rekja til umræddrar bókmenntastefnu.1 III. Árið 1494 kom út í Basel bók, er hafði að geyrna kvæði, sem nefnt var ‘das Narrenschiff’. Höfundurinn hét Sebastian BRANT, 36 ára gamall lögfræð- ingur, sonur hótelhaldara í Strassburg, og hafði hann tekið doktorspróf við háskólann í Basel fimm árum áður. Brant var þegar í miklum metum sem lögfræðingur, og síðar átti hann eftir að verða borgarritari í fæð- ingarborg sinni og keisaralegt hirðráð og málvinur Maximil- ians fyrsta, keisara þýzk-róm- verska ríkisins, síðasta riddarans, eins og liann hefur verið nefnd- ur. Sebastian Brant ritaði fjöl- margt fyrir vin sinn keisarann og var sendifulltrúi hans og ráð- gjafi og kom allmikið við stjórn- mál Þýzkalands á fyrstu áratug- um 16du aldar. Hans er þó ekki getið í sögu Þýzkalands vegna þess, heldur vegna kvæðis síns — ‘des Narrenschiffes’. Kvæði þetta er í 113 köflum og lýsir í ósamstæðum skop- myndum siglingu fjölmargra manngerða tii lands þess, sem nefnt er Narragonia. Hver mann- I Henrik Scliiick: Illustriirad all- man Litteraturhistoria III. Stock- holm 1921. gerð á sér sinn fulltrúa, per- sónugerving eða afkáralegt fífl. sem lætur stjórnast af blindum hvötum sínunr, svo senr ágirnd, lygi, öfund, ótta, grimnrd, last- nrælgi, undirferli, falsi, ótryggð og ofstopa, en ranglæti, sjálfs- elska og tízkutildur eiga einnig sína fulltrúa. Kvæði þetta er hvöss ádeila á aldarfar og lráttu samtíðarinnar, sett fram sem af- káralegt skop. En höfundi er mikið niðri fyrir, og hann var- ar lesandann af alvöruþunga við að slást í hópinn — gerast sam- ferðarmaður fíflanna. ‘Das Narrenschiff’ vakti strax nrikla athygli og var þegar þýtt á latínu, frönsku, ensku og hol- lenzku, og á 16du öld var það gefið út um eitt hundrað sinn- um í Þýzkalandi. Kvæðið var nefnt ‘divina satira’, og sam- tímamenn Brants efuðust unr, að skrifað hefði verið hnytti- legra ganranverk. Einn taldi Brant ekki einungis nretsa skáld samtíðarinnar, heldur fremsta skáld, senr skrifað hefði á þýzka tnngu. Fjölfræðingurinn Johan Geiler von Kayserberg flutti fyrirlestra um einn kafla kvæð- isins í hálft annað ár í Strass- burg, en þá dó hann og gat ekki meira. En aðrir tóku við og lögðu út af kvæðinu. Sunrir end- urgerðu kvæðið eða rituðu ný verk: ‘Das neue Narrenschiff’, ‘Das kleine Narrenschiff’, ‘Der

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.