Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 63

Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 63
USTAMANNALA UN 53 að höfundarnir sjálfir eiga ekki svo lítinn hlut að öflun þeirra tekna, sem ríkissjóður hefur af söluskatti á íslenzkum bókum. Af útsöluverði bókar, sem kostar 300 krónur, greiðast nú kr. 22,50 í söluskatt, og mundi því söluskatturinn nema 45 þúsund krónum af slíkri bók, sem seldist í 2000 eintökum, sem ekki er óalgengt um íslenzkar bækur. Það skal þó tekið fram, að söluskattur á bækur hefur aldrei verið vinsæll meðal rithöfunda, þar sem hann hefur fremur verið bóka- útgáfu í landinu til óþurftar. En úr því að hann á annað borð er orðinn staðreynd, sem viðgengizt hefur um mörg ár, er ekki óeðli- legt að þeirri hugmynd sé varpað fram, hvort ekki sé nær að þessi skattur sé notaður til styrktar skáldum og rithöfundum í stað þess að hann renni í ríkissjóð, en Alþingi þá um leið losað við það að þurfa að ætla þeim fjárveitingu á fjárlögum af því fé, sem varið er til listamannalauna. Og það er einmitt þessi hugsun, sem liggur að baki áðurnefndu frumvarpi Þórarins Þórarinssonar, en í greinargerð með því segir meðal annars: ,,Eins og frarn kemur í þessu frumvarpi að lögum um laun handa listamönnum, skáldum og rithöfundum, er gert ráð fyrir því að skipta úthlutuninni í tvennt, þannig að myndlistarmenn, hljóm- listarmenn og leiklistarmenn fái úthlutað fé af þeirri upphæð, sem til þessa hefur verið varið til listamannalauna á fjárlögum, en skáld og rithöfundar fái úthlutað fé af upphæð, sem ákvarðast af söluskatti af bóksölu hverju sinni. Þá er einnig í þessu frv. ákvæði um úthlut- un starfsstyrkja. Vegna óviðunandi ástands í málefnum listamanna, skálda og rit- höfunda á undanförnum árum, að því er varðar listamannalaun, verður ekki undan því skotizt lengur að gefa þessum málum nánari gaum og leita að einfaldari og varanlegri lausn. Það er staðreynd, sem margsinnis hefur verið bent á af samtökum listamanna, að lista- mannalaunin hafa alltaf verið að minnka, og hefur upphæðin hvergi nærri haldizt í hendur við verðþenslu undanfarinna áratuga. Upp- hæðin, sem nú er veitt, kemur alls ekki að því gagni, sem henni er ætlað, og vekur sársauka og leiðindi ár hvert í röðum þeirra manna, sem þjóðin kallar á öðrum fremur til að gera veg hennar stóran. Hin fyrri einangrun íslands er rofin. Því fylgir ákveðin hætta, °g er það viðurkennt af öllum. Þeir, sem í raun og veru hafa mest áhrif á aldarandann og viðhorfin til þjóðernis og tungu, eru þeir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.