Eimreiðin - 01.01.1968, Page 64
54
EIMREIÐIN
sem skapa list, bæði í litum, leik, ljóðum, sogum og söng. Af þeim
sökum er full ástæða til að bæta úr þeirri langvarandi fjárhags-
kreppu, sem listamannalaunin hafa verið í.
Það er augljóst, að tungan á í vök að verjast í vaxandi mæli.
Brjóstvörn hennar hlýtur alltaf að vera lifandi skáldskapur í bundnu
og óbundnu máli. Þegar mest syrti í álinn, voru það skáldin, sem
kváðu þor og þrótt, ekki einungis í þjóðina, heldur líka í tunguna,
svo að hún endurnýjaðist. Það er vegna þeirrar endurnýjunar, sem
hún hefur staðið af sér fyrstu ölduföll einangrunarleysis vorra tíma.
Hins vegar skyldi því varlega treyst, að sú endurnýjun dugi okkur
eilíflega. Það er meðal annars vegna þess, að við lifum á hættutím-
um fyrir þjóðerni og tungu, að nauðsyn er á breyttu viðhorfi í garð
listamanna. Það er nauðsynlegt, að enn einu sinni sé leitað til skálda
og rithöfunda þessa lands og þeir beðnir að halda vöku sinni í mátt-
ugum skáldskap og trúrri varðstöðu um tunguna. í því efni dugir
hvatningin ekki ein. Það verður að skapa aðstöðu fyrir listir í land-
inu, til þess að þær megi eflast að þrótti og vegsemd og verða hlífi-
skjöldur smárri þjóð í stórurn heimi. Breytist ekki viðhorf fjárveit-
ingavaldsins í þessum efnum, mun sannast, að það getur verið dýrt
að eiga vanbúna listamenn.
Nýmæli í þessu frumvarpi eru eiukum tvö. Annað er það, að skil
eru gerð milli úthlutunar til skálda og rithöfunda annars vegar og
annarra listamanna hins vegar. Réttmætt má telja, að skáld og rit-
höfundar njóti þess fjár, sem þjóðin greiðir í söluskatt af bókakaup-
um sínum, og hann renni þannig til eflingar bókmennta og fræða
í landinu. Geta þá aðrir listamenn notið þeirrar fjárveitingar, sem
Alþingi ætlar sérstaklega til listlauna á fjárlögum, en með því
mundu listlaun til þeirra liækka um helming a. m. k. Hitt nýmælið
er það að tengja starfsstyrkjakerfi listamanna við úthlutun listlauna
með því, að sami úthlutunaraðili fjalli þar um, en slíkt hlýtur að
vera eðlilegt og heppilegt, til þess að samræmi fáist.“
I niðurlagi greinargerðarinnar kemur það fram, að flutningsmað-
ur frumvarpsins ætlaðist ekki til þess, að frumvapið næði afgreiðslu
á hinu nýlokna þingi, heldur lagði hann það frarn nú, til þess að
það geti verið til umræðu og íhugunar, þangað til þing kemur
saman í haust. Þess vegna þykir Eimreiðinni rétt að birta þessar
hugleiðingar nú og vekja athygli á þeim hugmyndum, sem ham
koma í frumvarpinu.
I. K.