Eimreiðin - 01.01.1968, Page 88
78
EIMREWIN
heimili útgerðarmanns, austanvert
við Tjörnina.
Þeir Jónas og fökull eru ólíkir
höfundar. Jónas iðandi af fjöri og
óvenjulega hlýrri kýmni, á erfitt
með alla hnitmiðun — listrænan
aga, mundu sumir kalla það — en
hefur að sama skapi gaman af alls
konar ýkjum og útúrdúrum. Hann
nálgast eðli og skaphöfn þeirra,
sent hann leiðir fram á við, með
aðlerð skopteiknarans, en án allr-
ar skrumskælingar og illkvittni.
Þessi leikritunarstíll virðist hon-
unt að öllu leyti eiginlegur í þess-
um einþáttungum, eins og þar hafi
hann loks fundið sjállan sig.
Vandalaust er þó að benda þar á
skyldleikatengsl við írska leikrit-
un, allt frá Lady Gregory til
Brendan Behan. Jafn vandalaust
og það er að benda á skyldleika-
tengsl Jökuls í þessu síðasta leik-
riti sínu við þann leikritunarstíl,
sem rússneska skáldið 'Lsjekóv
mun teljast upphafsmaður að;
hafði mikil áhrif á leikritun víða
á meginlandinu í eina tíð og skýt-
ur Jtar æ síðan tipp kollinum endr-
um og eins. Og Jtar eru ekki ærsl-
in eða gönuhlaupin. Sífellt lttll
santa hringinn og hring eftir
hring, jtar sem leitast er við að ná
áhrifum með endurtekningu tákn-
rænna orða og orðasambanda —
eða eins og höfundurinn orðar Jtað
sjálfur: „að segja allt, en segja þó
ekki neitt“, en Jrá setningu leggur
hann í munn einni af aðalpersón-
um sínum í Jtessu nýja leikriti sínu.
Ekki er mér fyllilega kunnugt
um, hvernig Jónas vinnur að leik-
ritun sinni. Það mætti segja mér,
að liann sankaði saman persónum,
sem hann hefur kynnzt í svip á
förnum vegi; yki Jtær og endur-
bætti smám sanian, unz Jtæi féllu
í þá heildarmynd, sem hann hyggst
ná fram. Vist er um J)að, að Jtær
verða ekki táknrænar fyrir neitt
annað en Jtað, sem fram kemur á
yfirborðinu. Þar er ekki leitazt við
að túlka nein átök milli kynslóða,
])jóðlegi a erfða og framandi áhrifa
eða annað í Jieim clúr; Jtar er eng-
inn áróður hafður í frammi, eng-
inn boðskapur — manneskjurnar
eru einungis manneskjur í sínu
„drottins dýrðar koppalogni".
Bezta fólk allt ]>að fólk.
Um Jökul er Jrað aftur á móti
vitað, að hann vinnur að samn-
ingu leikrita sinna jafnóðum og
hlutverkin eru að taka á sig fast
form í túlkun leikara á ælingum.
Fyrir Jrað bera einstök hlutverk
Jtví ótvíræð merki, að })au séu sam-
in með tilliti til túlkunarmáta við-
komandi leikara, og J)ó sér í lagi
veigamestu hlutverkin. Þannig var
Jtað t. d. með hlutverk Brynjólfs
Jóhannessonar í „Hart í bak“ og
„Sjóleiðin til Bagdað", og kemur
])ó enn skýrara fram, hvað snertir
hlutverk Þorsteins Ö. Stephensen
í ])essu síðasta leikriti, „Sumarið
’37“. Þessi aðferð er vægast sagt
tvíeggjuð, J)ótt margir nútíma leik-
ritahöfundar aðhyllist liana. Ég
fæ til dæmis ekki skilið, að nokk-
ur sá leikari, sem ekki getur til-
einkað sér túlkunarmáta Brynjólfs,
gæti leikið „strandkapteininn",
svo að hann yrði annað en svipur