Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 90
80
EIMREIÐIN
upp úr samnefndri skáldsögu með
nokkurri aðstoð Lárusar Pálssonar,
sem sá um sviðsetningu þess — eða
öllu heldur voru valdir samtals-
kaflar úr skáldsögunni til sviðsetn-
ingar, og var form skáldsögunnar
slíkt, að fram kom nokkurn veginn
heilsteypt leikrit. Lárus freistaði
að breikka bilið á milli sögunnar
og leíkritsins meö' sviðræmtm
tjöldum og atkvæðamiklum leik.
Þannig urðu þetta eiginlega tvö
sjálfstæð verk, sagan og leikritið,
fyrir markvísa samvinnu höfund-
ar og leikstjóra. Baldvin Halldórs-
son hafði og nána samvinnu við
höfundinn, en nú var öfugt að far-
ið. Nú er leikritið íært aftur til
sögunnar. Höfundur les sjálfur
forspjall og tengir saman atriðin
með upplestri; leikmyndirnar eru
daufar og litlausar eins og klippt-
ar út af bókarsíðum. Undir áhrif-
um tengilestursins verður svo
flutningurinn að mestu leyti leik-
rænn upplestur með látbragði og
hreyfingum. Kiljan les að vísu
manna bezt upp, ekki hvað sízf sín
eigin verk, en þarna á það ekki
við, svo fremi sem leikritið á að
vera leikrit en ekki skáldsöguflutn-
ingur. Róbert Arnfinnsson skapar
t. d. stórbrotna persónu og sjálf-
stæða úr Jóni Hreggviðssyni, en
nýtur sín ekki, einmitt af þessum
ástæðum. Annars finnst mér við-
horf leikaranna gagnvart verkinu
sjálfu hafa breytzt. Þeir eru allir
af yngri kynslóðinni. Skáldverkið
fjallar um myrkasta niðurlæging-
artímabil þjóðarsögunnar. Það
kann að vera ímyndun mín, en
mér finnst að þessir ungu leikend-
ur séu ekki í samúðartengslum við
þetta fólk, sem þarna er leitt fram
á svið. Hvernig á líka allsnægta-
kynslóðin að geta gert sér grein
fyrir því, að hún sé komin af fólki,
sem svalt og horféll vegna þess að
það vantaði snæri og Ásmundar-
járn?
Mér hefur orðið það að fjölyrða
svo um þessi þrjú leiksviðsverk ís-
lenzk, að erlend \iðfangsefni leik-
húsanna verða að bíða betri tíma.
En mér er það afsökun, að verk
íslenzkra höfunda eru íslenzkri
leiklist meira virði en jafnvel þau
verk erlendra höfunda, sem hæst
ber á hverjum tíma, og það má
því vera manni mikið fagnaðar-
efni, að geta fjallað um þrjú ís-
lenzk leiksviðsverk. sem öll eru hin
athyglisverðustu, hvert á sinn hátt.