Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 19
SIGRÚN AÐ A LBJ AR N ARDÓTTI R OG KRISTÍN LILJA GARÐARSDÓTTIR
Tengsl milli uppeldishátta foreldra og sjálfsálits ungmenna við
14 ára aldur
Eins og fram kemur í töflu 2 kom fram marktækur munur á sjálfsáliti ungmennanna
við 14 -ára aldur eftir uppeldisháttum, að teknu tilliti til kynferðis og lundernis,
F(3,469) = 47,95, p<0,0001. Besta sjálfsálitið reyndist í hópi þeirra unglinga sem töldu
sig búa í senn við viðurkenningu og mikla samheldni (M = 3,45, p<0,001).
Þá kom fram að þau ungmenni sem töldu sig búa við viðurkenningu og litla sam-
heldni (M = 3,22) höfðu betra sjálfsálit en þau ungmenni sem töldu sig búa við sál-
ræna stjórn og mikla samheldni (M = 3,01, p<0,05), jafnt sem þeirra sem töldu sig búa
við sálræna stjórn og litla samheldni (M = 2,76, p<0,0001). Þá voru þeir unglingar sem
upplifðu sálræna stjórn og mikla samheldni með betra sjálfsálit en þeir unglingar sem
upplifðu sálræna stjórn og litla samheldni (p<0,005). Með öðrum orðum, þau ung-
menni sem töldu sig búa við sálræna stjórn og litla samheldni reyndust að meðaltali
hafa lakasta sjálfsálitið.
Þá má sjá í töflu 2 að lunderni ungmennanna reyndist ekki tengjast sjálfsáliti þeirra
við 14 ára aldur. Á þeim aldri virðist því ekki skipta máli um sjálfsálit þeirra hvort
þau hafa erfiða eða létta lund.
Tafla 2
Fjórhliða (kynferði x uppeldi x lunderni x tími) dreifigreining endurtekinna
mælinga á sjálfsálit þátttakenda við 14 og 21 árs aldur
Sjálfsálit 14 ára Sjálfsálit 21 árs
Kynferði 74,72*** 3,66
Uppeldishættir 47,95*** 35,14***
Uppeldishættir x kynferði 1,01 0,35
Tími 41,67***
Tími x kynferði 27,13***
Tími x uppeldishættir 1,13
Tími x kynferði x uppeldishættir ---- 0,02
Lundemi 0,07 4,28*
Lundemi x kynferði 0,43 0,21
Lunderni x uppeldishættir 1,01 0,35
Lunderni x kynferði x uppeldishættir 0,21 0,86
Tími x lundemi 2,18
Tími x lunderni x kynferði ---- 0,02
Tími x kynferði x uppeldi 0,92
Tími x lundemi x uppeldi 1,13
Tími x kyn x lunderni x uppeldi ---- 0,46
Marktektarstuðull fyrir tíma 14-21 árs er settur undir sjálfsálit 21 árs. *p< 0,01, **p<0,005, ***p<0,0001.
Forspá uppeldishátta við 14 ára aldur um sjálfsálit við 21 árs aldur
Uppeldishættir við 14 ára aldur ungmennanna tengdust enn sjálfsáliti þeirra rúmum
sjö árum síðar eða þegar þau voru komin á 22. aldursár, F(3, 485) = 35,14, p<0,0001
17