Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 139
ASTRIÐUR STEF ANSDOTTIR
Rannveig Traustadóttir (ritstjóri):
Fötlunarfræði. Nýjar tslenskar rannsóknir.
Rv., Háskólaútgófan, 2003. 231 bls.
Háskólaútgáfan sendi frá sér á árinu 2003 ritið Fötlunarfræði. Nýjar íslenskar rann-
sóknir. Ritstjóri er Rannveig Traustadóttir. Eins og ritstjóri segir í inngangi bókarinnar
þá er „þessi bók fyrsta ritið sem birtist á íslensku og kennir sig við hina nýju fötlunar-
fræði... Jafnframt er hér um að ræða fyrsta ritið sem inniheldur safn nýrra íslenskra
rannsókna sem beinast að lífi og aðstæðum fatlaðs fólks í íslenskum samtíma"
(bls. 9). I inngangi segir jafnframt að kveikjan að bókinni hafi verið vel heppnuð fyrir-
lestraröð um íslenskar fötlunarrannsóknir á vegum uppeldis- og menntunar-
fræðiskorar Félagsvísindadeildar Háskóla Islands sem haldin var í samstarfi við
Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands veturinn 2002-2003.
Bókin hefst á fróðlegum inngangskafla ritstjóra. Nefnist hann „Fötlunarfræði.
Sjónarhorn, áherslur og aðferðir á nýju fræðasviði." Er þar m.a. fötlunarfræði sem
fræðigrein kynnt og raktar mismunandi fræðilegar nálganir að viðfangsefninu. Loks
er fjallað um stöðu fræðigreinarinnar á Islandi og annars staðar á Norðurlöndum.
Gefur þessi inngangur góðan bakgrunn fyrir þá umfjöllun sem á eftir kemur. Ritstjóri
bendir réttilega á að hér er um unga fræðigrein að ræða. í ritinu birtist þetta m.a í því
að flestar rannsóknirnar byggjast á vinnu við meistaraprófs- eða doktorsverkefni
höfunda. Greinarnar í ritinu fjalla um níu íslenskar rannsóknir sem allar beinast að
stöðu fatlaðra á Islandi. Þær eru flokkaðar eftir viðfangsefnum; tvær þeirra snúa að
fjölskyldunni, eftir Elsu Sigríði Jónsdóttur og Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur. Þrjár
beinast að skólanum, eftir þær Snæfríði Þóru Egilson, Sigríði Einarsdóttur og Kristínu
Björnsdóttur og tvær að fullorðinsárunum, eftir Dóru S. Bjarnason og Guðrúnu V.
Stefánsdóttur. Síðustu tvær greinarnar í safninu heyra undir kafla um þjónustu og
eru skrifaðar af Gretari Marinóssyni og Vilborgu Jóhannsdóttur. Flestar rannsóknirn-
ar eru gerðar með eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin eru viðtöl við fatlaða ein-
staklinga og aðstandendur þeirra. Eiga rannsóknirnar því fyrst og fremst að birta sýn
þeirra á eigin veruleika.
Umfjöllun um fötlun og sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á í þjónustu við
fatlaða hefur tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum. Hafa þær viðhorfsbreytingar
skilað miklu til að bæta þjónustu við fatlaða og auka lífsgæði þeirra og fjölskyldna
þeirra. Einnig og ekki hvað síst hefur sú viðhorfsbreyting orðið til þess að auka virð-
ingu fyrir fötluðu fólki. Þær rannsóknir sem fjallað er um í bókinni sýna glögglega þá
breytingu. I stað þess að líta á fatlaða einstaklinga sem áhrifalausa þiggjendur
þjónustu, eru þeir viðurkenndir sem gerendur og höfundar að eigin lífi. Aðferða-
fræðin sem beitt er undirstrikai- mikilvægi þess að rödd þeirra heyrist, sem er for-
senda þess að þeir geti haft áhrif á líf sitt og þá þjónustu sem þeir fá.
137