Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 57
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR þær hefðu komist inn í námið án þess að hafa stúdentspróf. Þær sjálfar sögðust hafa verið afar uppteknar og viðkvæmar fyrir þessu. Hér er dæmi um umræðu um það. A: Mér fannst það fyrst ... Þær eru með stúdentsprófið og ekki ég ... Við vorum með það á heilanum þarna fyrst. B: Já. A: Og það urðu oft svona rökræður um það: Já, við erum nú búnar að vinna þessi fjögur ár að stúdentsprófi. Manstu? B: Já sumar stelpurnar voru kannski neikvæðar eða maður fann alveg fyrir því að sumar voru að segja að þeim fyndist óréttlátt að geta bara dund- að sér við að vinna, og svo ferðu bara inn í skólann með ekkert stúdents- próf. Mig langaði nú til að segja: Elsku vinan, heldur þú að við höfum ekki náð okkur í neina reynslu sem jafnast á við stúdentsprófið ... A: Það voru bara aðstæðurnar sem voru þannig. Eldri konurnar lýstu með stolti þeim sigrum sem þær unnu og hvernig þær smám saman öðluðust öryggi. Ein þeirra sem ekki hafði stúdentspróf lýsti því þegar hún fékk einkunnirnar eftir fyrstu önninni á þessa leið: Mér finnst líka alltaf rosalega minnisstætt fyrst þegar maður fékk ein- kunnirnar á netinu. Þá fer ég inn [á netið] og hugsa með mér. Nú er ég ábyggilega fallin, sko allir kassar út í bílskúr og svo í leyfi fram að áramót- um, svo get ég nú örugglega fengið aftur vinnu þarna á gamla staðnum. Svo fer ég inn á netið og ég segi við manninn. Það hefur örugglega eitt- hvað ruglast, það hlýtur að vera. Eg meinti það svo innilega. Mér fannst þetta alveg ótrúlegt, þetta gat ekki verið, engan veginn. Þetta hlyti eitt- hvað að hafa ruglast í tölvunum. Námið Þátttakendur voru almennt mjög ánægðir með leikskólakennaranámið, þótt þeir settu út á fyrirkomulag, kennslu og námsefni í einstaka námskeiðum. Einn fjarnemi sagði: „Mér fannst þetta mjög svona fjölbreytt nám. Mér finnst það fjölbreyttara en ég átti von á." í flestum hópunum var rætt um mikilvægi þess að námið væri tengt starfsvettvanginum og voru þátttakendur almennt á því að námið væri góð blanda af fræðum og hagnýtu námi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að styrkleiki eldri og yngri nema eru á ólíkum svið- um. Komið hefur t.d. í ljós að eldri nemendur eru mun virkari í umræðum en yngri nemendur (Howard og Baird, 2000; Howard, Short og Clark, 1996) og eru öruggari þegar reynir á hagnýtingu þekkingar og samþættingu við eigin reynslu. Yngri nem- ar hafa hins vegar meira sjálfstraust þegar kemur að bóklegum þáttum námsins og eru óheftari í skapandi tjáningu (Gonzales-Rodrigues og Sjoström, 1998; Kasworm, 1980,1990). Greina mátti töluverðan mun á reynslu eldri og yngri nema í þessari rannsókn. Eins og eldri bandarísku nemendurnir fundu eldri konurnar frekar fyrir óöryggi 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.