Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 57
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR
þær hefðu komist inn í námið án þess að hafa stúdentspróf. Þær sjálfar sögðust hafa
verið afar uppteknar og viðkvæmar fyrir þessu. Hér er dæmi um umræðu um það.
A: Mér fannst það fyrst ... Þær eru með stúdentsprófið og ekki ég ... Við
vorum með það á heilanum þarna fyrst.
B: Já.
A: Og það urðu oft svona rökræður um það: Já, við erum nú búnar að
vinna þessi fjögur ár að stúdentsprófi. Manstu?
B: Já sumar stelpurnar voru kannski neikvæðar eða maður fann alveg fyrir
því að sumar voru að segja að þeim fyndist óréttlátt að geta bara dund-
að sér við að vinna, og svo ferðu bara inn í skólann með ekkert stúdents-
próf. Mig langaði nú til að segja: Elsku vinan, heldur þú að við höfum
ekki náð okkur í neina reynslu sem jafnast á við stúdentsprófið ...
A: Það voru bara aðstæðurnar sem voru þannig.
Eldri konurnar lýstu með stolti þeim sigrum sem þær unnu og hvernig þær smám
saman öðluðust öryggi. Ein þeirra sem ekki hafði stúdentspróf lýsti því þegar hún
fékk einkunnirnar eftir fyrstu önninni á þessa leið:
Mér finnst líka alltaf rosalega minnisstætt fyrst þegar maður fékk ein-
kunnirnar á netinu. Þá fer ég inn [á netið] og hugsa með mér. Nú er ég
ábyggilega fallin, sko allir kassar út í bílskúr og svo í leyfi fram að áramót-
um, svo get ég nú örugglega fengið aftur vinnu þarna á gamla staðnum.
Svo fer ég inn á netið og ég segi við manninn. Það hefur örugglega eitt-
hvað ruglast, það hlýtur að vera. Eg meinti það svo innilega. Mér fannst
þetta alveg ótrúlegt, þetta gat ekki verið, engan veginn. Þetta hlyti eitt-
hvað að hafa ruglast í tölvunum.
Námið
Þátttakendur voru almennt mjög ánægðir með leikskólakennaranámið, þótt þeir
settu út á fyrirkomulag, kennslu og námsefni í einstaka námskeiðum. Einn fjarnemi
sagði: „Mér fannst þetta mjög svona fjölbreytt nám. Mér finnst það fjölbreyttara en ég
átti von á." í flestum hópunum var rætt um mikilvægi þess að námið væri tengt
starfsvettvanginum og voru þátttakendur almennt á því að námið væri góð blanda af
fræðum og hagnýtu námi.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að styrkleiki eldri og yngri nema eru á ólíkum svið-
um. Komið hefur t.d. í ljós að eldri nemendur eru mun virkari í umræðum en yngri
nemendur (Howard og Baird, 2000; Howard, Short og Clark, 1996) og eru öruggari
þegar reynir á hagnýtingu þekkingar og samþættingu við eigin reynslu. Yngri nem-
ar hafa hins vegar meira sjálfstraust þegar kemur að bóklegum þáttum námsins og
eru óheftari í skapandi tjáningu (Gonzales-Rodrigues og Sjoström, 1998; Kasworm,
1980,1990).
Greina mátti töluverðan mun á reynslu eldri og yngri nema í þessari rannsókn.
Eins og eldri bandarísku nemendurnir fundu eldri konurnar frekar fyrir óöryggi
55