Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 70
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA
andi á leikskólaaldri þegar barnið á að hafa náð grunnfærni í tungumálinu til að gera
sig skiljanlegt og til að skilja aðra. Oft hafa foreldrar og kennarar áhyggjur af því að
seinn málþroski á leikskólaaldri verði langvarandi og hafi áhrif á væntanlega skóla-
göngu barnsins. Þeir velta fyrir sér hvort barnið muni einhvern tíma ná þokkalegum
tökum á tungumáiinu, verða skýrmælt, fá góðan orðaforða og hvort þessir erfiðleikar
munu koma fram í lestrarnámi og öðru námi barnsins.
Foreldrar reyna að örva málþroska barna sinna eftir bestu getu, m.a. með því að
tala við börnin sín, lesa fyrir þau og leiðbeina þeim um málfar. Börn sem eru sein til
máls fá oft sérstaka málörvun í leikskóla og talþjálfun hjá talmeinafræðingum að
undangenginni greiningu. Frávik í málþroska eru oft flokkuð sem málhömlun eða
málþroskaraskanir. Börn með málþroskaraskanir eða málhömluð börn geta verið
með mjög slakan málskilning og/eða máltjáningu. Þau eru oft lengi að læra ný orð
og eiga erfitt með að segja skipulega frá í málfræðilega réttum setningum. Mörg
þeirra eru einnig með frávik í framburði. Til eru mismunandi gerðir af frávikum í
málþroska en ekki verður fjallað nánar um þau hér.
Langtímarannsóknir ó mólþroskaröskunum
Síðustu ár hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir þar sem börnum með mál-
þroskaraskanir hefur verið fylgt eftir frá því að þau voru í leikskóla fram í grunnskóla
og jafnvel fram á fullorðinsár. f þessum rannsóknum hefur verið kannað hvort og þá
hversu langvinnar málþroskaraskanirnar eru og hver séu tengsl málþroskaraskana
við lestrarerfiðleika og námsárangur (Beitchman, Wilson, Brownlie, Walters og
Lancee, 1996; Bishop og Adams, 1990; Catts, 1993; Catts, Fey, Tomblin og Zhang, 2002;
Johnson o.fl., 1999; Silva, McGee og Wiiliams, 1983; Stothard og Hulme, 1995; Young
o.fl., 2002).
í rannsókn Silva og félaga (1983) voru börnin athuguð við þriggja, fimm og sjö ára
aldur og skoðað hversu langvinnar málþroskaraskanirnar voru og hvort og þá hvaða
samband var á milli málþroskaraskana, greindarþroska og lestrarerfiðleika við sjö
ára aldur. í ljós kom að börnum sem voru með einhvers konar málþroskaraskanir var
hættara við lestrarerfiðleikum en samanburðarhópnum, sérstaklega þeim börnum
sem sýndu bæði frávik í máltjáningu og málskilningi.
Beitchmann og félagar (1996) birtu niðurstöður úr langtímarannsókn frá Kanada
þar sem 142 málhömluðum fimm ára börnum var fylgt eftir og þau borin saman við
sambærilegan hóp barna sem var með miðlungs eða góðan málþroska. Niðurstöður
sýndu að börn sem voru með margháttuð málþroskafrávik við fimm ára aldur sýndu
áfram slakan mál- og vitsmunaþroska við 12 ára aldur en börn sem voru með af-
markaða tjáningarerfiðleika eins og framburðarfrávik náðu að yfirvinna þessa erfið-
leika (Beitchman o.fl., 1996). Börnunum var fylgt frekar eftir og þau athuguð við 19
ára aldur og í ljós kom að börn með slakan almennan málþroska við fimm ára aldur
voru með marktækt slakari námsárangur í þeim greinum sem voru athugaðar. Það
voru lestur, réttritun og stærðfræði (Young o.fl., 2002).
í samantekt á nýlegum langtímarannsóknum á málþroskafrávikum komust
Tomblin og félagar að þeirri niðurstöðu að tal- og málþroskaraskanir gætu verið
68