Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 56
„Á É G A Ð VERA MEÐ ÞVÍLÍKUM KERLINGUM i BEKK?" melta þau. En þær virðast bara geta gert þetta í frímínútum ... Ég sagði [einu sinni], stelpur eigum við ekki að fara að vinna þetta? Við eigum að fara að skila þessu bráðum. Þetta eru margar, margar blaðsíður. Einhver sagði: Við gerum þetta bara í frímínútunum á eftir. Ég hélt að þær væru að grínast, en það var raunin og við gerðum verkefnið í nokkrum frímínút- um. Og ég varð svolítið óörugg þegar ég átti að vinna með þeim í hópi. Yngri nemendurnir dáðust á hinn bóginn að því hvað þessar eldri konur voru iðnar og samviskusamar við námið, hvað þær unnu vel saman og studdu hver aðra og töldu sig geta lært heilmikið af því. Hér er dæmi úr umræðu um það: A: Þær líka bara hjálpuðu hver annarri... Þær voru svo alveg þvílíkt sam- viskusamar. B: Lásu allt og líklegast bara „fútnótið" og allt bara. A: Einmitt. Við svona kannski völdum úr og svo fórum við að læra af þeim og þær af okkur. Líðan í námi Rannsóknir benda til að eldri háskólanemar séu kvíðnari og óöruggari þegar þeir hefja háskólanám en yngri nemar. í rannsókn Madeleine Leonard (1993) á eldri háskólakonum í Belfast kom fram að flestar kvennanna í rannsókninni fundu til kvíða og óöryggis er þær hófu háskólanám. Þeim fannst fjölmenn námskeið sem fram fóru í stórum sölum mjög ógnandi og þær voru meðvitaðar um að vera eldri og ólíkar öðrum nemendum. Þeim leið betur í smærri hópum og umræðutímum en voru þó hræddar um að yfirtaka umræðuna og falla í ónáð hjá yngri nemum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna sambærilegar niðurstöður. Eins og kyn- systur þeirra á írlandi fundu eldri konurnar fyrir kvíða og óöryggi í námi í upphafi. Þær höfðu margar hverjar ekki verið í námi í áratugi og þær voru óöruggar með hæfni sína til að stunda háskólanám. Ein þeirra sem hafði 20 ára gamalt stúdentspróf sagði: Ég var alveg hræðilega kvíðin. Og ég tók ensku og íslensku í fjölbrauta- skólanum bara til þess að sjá hvort ég gæti örugglega lært ennþá ... svo sá ég að ég gat það og það gekk ágætlega. Þannig að ég ákvað bara að keyra á þetta. Aðrar höfðu beðið skipbrot í námi á sínum tíma og hætt í námi. Þær skorti sjálfs- öryggi í námi í upphafi. Ein þeirra sagði: „Ég taldi mig mjög góða í starfi, ég segi það alveg óhikað. Gerði góða hluti þar sem ég vann ... Það var bara þessi minnimáttar- kennd. Að geta ekki lært". Sumar eldri konurnar ræddu um að þeim hefði í upphafi fundist að þær ættu í raun ekki rétt á að vera í Kennaraháskólanum af því þær væru ekki með stúdents- próf. Þær hefðu komið inn á fölskum forsendum. Þær fundu til óöryggis gagnvart skólasystkinum sínum og þeim fannst að sumar yngri stúlkurnar teldu óréttlátt að 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.