Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 116
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA
Kannað hefur verið hvort hægt sé að spá fyrir um námsgengi fjarnemenda. Fræði-
mennirnir Brian Dille og Michael Mezack notuðu spurningasafn Davids Kolbs (Diaz
og Cartnal, 1999) til að spá fyrir um gengi fjarnemenda á háskólastigi. Fjarnemendur,
sem stóðu sig vel í námi, reyndust nota minna „hlutbundna reynslu" í námi en þeir
fjarnemendur sem stóðu sig illa í námi. Astæðan fyrir þessari niðurstöðu er m.a. tal-
in vera sú að fjarnám hafi einangrun í för með sér og fjarnemendur, sem standa sig
vel í fjarnámi, tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og noti síður „hlutbundna reynslu" í
námi. Niðurstöðurnar bentu enn fremur til þess að fjarnemendur, sem stóðu sig vel í
námi, vildu frekar nota „óhlutbundin hugtök" til að útskýra „hlutbundna reynslu" í
tengslum við nám sitt. Brian Dille og Michael Mezack (vitnað eftir í Diaz og Cartnal,
1999) ályktuðu því svo að nemendur, sem kysu að nota „hlutbundna reynslu" í námi
og ættu ekki eins auðvelt með að hugsa „óhlutbundið", ættu síður heima í fjarnámi.
David Diaz og Ryan Cartnal (1999) rannsökuðu námsstíl nemenda á háskólastigi.
Niðurstöður úr könnun, sem þeir félagar lögðu fyrir fjarnemendur annars vegar og
nemendur í staðnámi hins vegar, sýndu að fjarnemendur flokkuðust meira undir
sjálfstæða þætti en ósjálfstæða. Bendir það til þess að fjarnemendur vilji frekar en
staðnemar vinna einir og á sínum hraða en reiða sig á kennarann og samnemendur
hvað varðar leiðsögn í námi.
Námsumhverfi
Fíugmyndir um kennslu og nám hafa áhrif á það námsumhverfi sem skólinn skapar.
Fræðimaðurinn David Kember (1989) telur að skólar sem bjóða upp á fjarnám
þurfi að huga að nokkrum mikilvægum atriðum til að koma í veg fyrir brottfall í fjar-
námi. Við inntöku nemenda í fjarnám er mikilvægt að grunnmenntun þeirra sé
nægjanleg og í samræmi við kröfur skólans. Einnig þurfi að athuga markmið nem-
enda með náminu, hvort það er innri eða ytri áhugahvöt sem liggur að baki þátttöku.
Reynslan hefur sýnt fram á að innri hvöt, þ.e. áhugi á námsefninu, haldi nemendum
betur við námið en ytri hvöt sem er t.d. prófgráðan sjálf. Jafnframt telur David
Kember að huga þurfi að námsumhverfi, t.d. þjónustu, námsefni og leiðsögn sem
skólinn og kennarar veita fjarnemendum, svo og samskiptum kennara við nemend-
ur. Auk þess þurfi að hafa félagslegar aðstæður nemenda í huga þegar ástæður brott-
falls eru athugaðar, t.d. heilsufar, fjárhag, starf og fjölskyldu. Síðast en ekki síst telur
David Kember að athuga þurfi hvaða ávinning nemendur telji sig hafa af þátttöku í
fjarnámi miðað við kostnað og tíma sem í það fer.
M. Allyson Macdonald (1991:65-66) hefur útfært kennslulíkan sem hægt er að nota
sem verkfæri til að greina nám og kennslu í skólum. I kennslulíkaninu kemur fram
að námsathafnir eru framkvæmdar af nemendum, „nám-sem-athöfn", og einkennast
af því markmiði nemandans að ná ákveðnu lokaástandi og að tileinka sér ákveðið
innihald, „nám-sem-árangur" (M. Allyson Macdonald, 1991:66). Til að svara spurn-
ingunni hvernig best sé að kenna verða kennarar að gera sér grein fyrir bæði „námi-
sem-athöfn" og „námi-sem-árangri" (M. Allyson Macdonald, 1991:74-75).
Ef markmið með kennslu á að vera „nám-sem-árangur", svo sem skilningur, áhugi
o.fl., verður að taka tillit til „náms-sem-athafnar", svo sem verkefna og þess sem ger-
114