Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 14
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT
hafa tengsl ofangreindra uppeldisaðferða við aðlögun ungmenna ekki verið könnuð
eftir að þau eru komin fram yfir tvítugt (Baumrind, 1971; Brown, Mounts, Lamborn
og Steinberg, 1993; Lamborn o.fl., 1991; Gray og Steinberg, 1999).
Þessi langtímarannsókn hefur því þann kost að hægt er að bera saman sjálfsálit
fólks á tveimur æviskeiðum, sem eru um margt ólík, hvað varðar uppeldishætti for-
eldra, þ.e. annars vegar á unglingsaldri og hins vegar á fyrri liluta fullorðinsára. í Ijósi
þess að samskipti foreldra og barna breytast alla jafna frá því sem þau voru á ung-
lingsárum (Thornton, Orbuch og Axinn, 1995), teljum við mikilvægt að skoða þau
tengsl sem uppeldishættir foreldra hafa við sjálfsálit fólks þegar komið er fram yfir
tvítugt. Ef uppeldishættir foreldra á fyrri hluta unglingsára reynast enn tengjast
sjálfsáliti þeirra á þrítugsaldri ættu þær upplýsingar að benda enn frekar til hve upp-
eldi foreldra er mikilvægt.
Sjálfsálit ræðst að sjálfsögðu af fleiru en uppeldi (Devine, Compton og Forehand,
1994). Rannsóknir á þessu sviði hafa t.d. verið gagnrýndar fyrir að taka ekki tillit til
lundernis unga fólksins (Harris, 1998). Með lunderni (temperament) er átt við eðlis-
lægan einstaklingsmun á viðbrögðum og sjálfstjórn (Rothbart, 1994). Niðurstöður
rannsókna benda til þess að lunderni tengist sjálfsáliti í bernsku, á seinni hluta ung-
lingsára og fyrri hluta fullorðinsára (Keogh, Pullis og Cadwell, 1982; Klein, 1992). Þá
virðast lunderniseinkenni barna tengjast uppeldisaðferðum foreldra (Crockenberg,
1986). í þessu ljósi er í rannsókninni tekið tillit til lundernis ungmennartna þegar
tengsl milli uppeldishátta foreldra og sjálfsálits þeirra eru athuguð.
Almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að sjálfsálit fólks sé lakara á ung-
lingsárum en í bernsku og á fullorðinsárum (t.d. Simmons og Rosenberg, 1975).
Langtímarannsóknir á þróun sjálfsálits hafa margar hverjar sætt þeirri gagnrýni að
borin séu saman meðaltöl stórra hópa og sjáist því fræðimönnum yfir hve sjálfsálit
getur verið mismunandi eftir hópum, t.d. eftir fjölskylduaðstæðum og því hvort
stúlkur eða piltar eiga í hlut (Hirsch og Dubois, 1991). í þessari rannsókn tökum við
ákveðin skref til að svara þessari gagnrýni með því að skoða þróun sjálfsálits yfir til-
tekið tímabil eftir kynferði og uppeldisháttum foreldra.
I flestum rannsóknum kemur fram að sjálfsálit stúlkna sé lakara en pilta á fyrri og
miðhluta unglingsára (Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling, Hyde, Showers og
Buswell, 1999). { lok unglingsára og á fyrri hluta fullorðinsára virðist aftur á móti
draga úr þessum kynjamun þó að hann mælist enn (Baldwin og Hoffmann, 2002;
Kling o.fl., 1999). Hér á landi benda niðurstöður rannsókna til þess að mat drengja á
aldrinum 7-12 ára á námshæfni sinni og hæfileikum sé jákvæðara en stúlkna á sama
aldri (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1988) og að 18 ára piltar séu ánægðari með hæfileika
sína en stúlkur á sama aldri (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1994). Þróun sjálfsálits stúlkna
og pilta hefur ekki áður verið athuguð hér á landi með hliðsjón af uppeldisháttum
foreldra og ætti því rannsóknin einnig að vera mikilvægt framlag til þeirrar umræðu.
Tilgátur
Uppeldisliættir og sjálfsálit. í ljósi niðurstaðna rannsókna (Barber o.fl., 1994; Gray og
Steinberg, 1999), sem benda til að uppeldisaðferðirnar samheldni og viðurkenning
12
1