Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 22
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT
2002; Kling o.fl., 1999). Á sama tímabili urðu litlar breytingar á sjálfsáliti pilta. Þótt
nokkrar erlendar rannsóknir sýni að sjálfsálit pilta eflist þegar fullorðinsárin nálgast
(t.d. Baldwin og Hoffmann, 2002), hefur komið fram að uppsveiflan er minni en hjá
stúlkum og stundum kemur hún jafnvel ekki fram (t.d. Bolognini, Plancherel,
Bettschart og Halfon, 1996; Kling o.fl., 1999) og samrýmist það niðurstöðum þessarar
rannsóknar.
Slá þarf a.m.k. tvo varnagla við niðurstöður okkar um tengsl uppeldishátta
foreldra og sjálfsálits ungmennanna. Annar er sá að í rannsókninni er einvörðungu
stuðst við mat unglinganna á uppeldisháttum í stað þess að fá fram mat foreldra eða
mat bæði unglinga og foreldra. Þessari aðferð fylgja þeir ókostir að sjónarmið foreldr-
anna koma ekki fram og því erfitt að ganga úr skugga um að ástandið sem ungling-
arnir lýsa á heimilinu sé raunverulegt. Niðurstöður rannsókna hafa þó sýnt að mat
unglinganna sjálfra á uppeldisháttum sé réttmæt aðferð, enda hafi foreldrar tilhneig-
ingu til að fegra uppeldisaðferðir sínar (Lamborn o.fl., 1991). Eins er hætt við að þeir
foreldrar sem síst sinna uppeldishlutverki sínu svari ekki spurningalistunum, brott-
fall verði meira og skökk mynd fáist (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteins-
son, 2001). Hinn varnaglinn er eðli mælingarinnar á uppeldisháttum. Við það að
beina athyglinni að þriðjungum hvorrar mælingar um sig á sitt hvorum pól (sjá
Lamborn o. fl., 1991) er hluti gagna ekki notaður og verða því niðurstöður bundnar
við flokkun uppeldishátta í þessu úrtaki. í þessu ljósi þarf að fara varlega í að alhæfa
niðurstöðurnar. Hins vegar er ljóst að niðurstöðum svipar til annarra rannsókna og
eykur það trúverðugleika þessarar rannsóknar (sjá t.d. Gray og Steinberg, 1999).
Styrkleiki þess að rannsaka tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits unga
fólksins felst fyrst og fremst í langtímarannsóknasniðinu. Slíkt snið gerir kleift að
álykta með meiri vissu að uppeldishættir foreldra við 14 ára aldur ungmenna, tengist
ekki einungis sjálfsáliti þeirra á þeim aldri, heldur segi einnig fyrir um sjálfsálit þeirra
þegar þau eru komin á 22. aldursár.
Annar styrkleiki rannsóknarinnar er sá að við tökum tillit til lundernis þegar við
skoðum fyrirnefnd tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits ungmennanna en á það
hefur skort fram til þessa (Harris, 1998). Við töldum mikilvægt að taka lunderni með
í reikninginn í ljósi þess að börn sem hafa erfiða lund eru talin líklegri til að draga
fram neikvæð viðbrögð uppalenda (Crockenberg, 1986) og jafnframt líklegri til að
hafa lakara sjálfsálit en börn með góða lund (Keogh o.fl., 1982; Klein, 1992). Með
þessu móti er hægt að álykta af meira öryggi sem svo að uppeldishættir foreldra
tengist sjálfsáliti ungs fólks.
Þótt uppeldishættir foreldra leggi vafalítið mikilvægan grunn að sjálfsáliti ung-
menna er mikilvægt að kanna jafnframt aðra áhrifavalda eins og félagahópinn og
skólann. Þar má nefna stuðning og viðurkenningu vina; sömuleiðis áhrif hvatningar
og stuðnings kennara.
I stuttu máli benda niðurstöðurnar til þess að uppeldishættir foreldra tengist
sjálfsáliti ungs fólks. Rannsóknin skipar sér þannig á bekk með þeim fjölmörgu rann-
sóknum sem sýna að uppeldishættir foreldra skipta miklu um ýmsa mikilvæga þætti
í aðlögun barna og unglinga, s.s. um námsárangur þeirra, vímuefnaneyslu, depurð,
20
I