Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 22
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT 2002; Kling o.fl., 1999). Á sama tímabili urðu litlar breytingar á sjálfsáliti pilta. Þótt nokkrar erlendar rannsóknir sýni að sjálfsálit pilta eflist þegar fullorðinsárin nálgast (t.d. Baldwin og Hoffmann, 2002), hefur komið fram að uppsveiflan er minni en hjá stúlkum og stundum kemur hún jafnvel ekki fram (t.d. Bolognini, Plancherel, Bettschart og Halfon, 1996; Kling o.fl., 1999) og samrýmist það niðurstöðum þessarar rannsóknar. Slá þarf a.m.k. tvo varnagla við niðurstöður okkar um tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits ungmennanna. Annar er sá að í rannsókninni er einvörðungu stuðst við mat unglinganna á uppeldisháttum í stað þess að fá fram mat foreldra eða mat bæði unglinga og foreldra. Þessari aðferð fylgja þeir ókostir að sjónarmið foreldr- anna koma ekki fram og því erfitt að ganga úr skugga um að ástandið sem ungling- arnir lýsa á heimilinu sé raunverulegt. Niðurstöður rannsókna hafa þó sýnt að mat unglinganna sjálfra á uppeldisháttum sé réttmæt aðferð, enda hafi foreldrar tilhneig- ingu til að fegra uppeldisaðferðir sínar (Lamborn o.fl., 1991). Eins er hætt við að þeir foreldrar sem síst sinna uppeldishlutverki sínu svari ekki spurningalistunum, brott- fall verði meira og skökk mynd fáist (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteins- son, 2001). Hinn varnaglinn er eðli mælingarinnar á uppeldisháttum. Við það að beina athyglinni að þriðjungum hvorrar mælingar um sig á sitt hvorum pól (sjá Lamborn o. fl., 1991) er hluti gagna ekki notaður og verða því niðurstöður bundnar við flokkun uppeldishátta í þessu úrtaki. í þessu ljósi þarf að fara varlega í að alhæfa niðurstöðurnar. Hins vegar er ljóst að niðurstöðum svipar til annarra rannsókna og eykur það trúverðugleika þessarar rannsóknar (sjá t.d. Gray og Steinberg, 1999). Styrkleiki þess að rannsaka tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits unga fólksins felst fyrst og fremst í langtímarannsóknasniðinu. Slíkt snið gerir kleift að álykta með meiri vissu að uppeldishættir foreldra við 14 ára aldur ungmenna, tengist ekki einungis sjálfsáliti þeirra á þeim aldri, heldur segi einnig fyrir um sjálfsálit þeirra þegar þau eru komin á 22. aldursár. Annar styrkleiki rannsóknarinnar er sá að við tökum tillit til lundernis þegar við skoðum fyrirnefnd tengsl uppeldishátta foreldra og sjálfsálits ungmennanna en á það hefur skort fram til þessa (Harris, 1998). Við töldum mikilvægt að taka lunderni með í reikninginn í ljósi þess að börn sem hafa erfiða lund eru talin líklegri til að draga fram neikvæð viðbrögð uppalenda (Crockenberg, 1986) og jafnframt líklegri til að hafa lakara sjálfsálit en börn með góða lund (Keogh o.fl., 1982; Klein, 1992). Með þessu móti er hægt að álykta af meira öryggi sem svo að uppeldishættir foreldra tengist sjálfsáliti ungs fólks. Þótt uppeldishættir foreldra leggi vafalítið mikilvægan grunn að sjálfsáliti ung- menna er mikilvægt að kanna jafnframt aðra áhrifavalda eins og félagahópinn og skólann. Þar má nefna stuðning og viðurkenningu vina; sömuleiðis áhrif hvatningar og stuðnings kennara. I stuttu máli benda niðurstöðurnar til þess að uppeldishættir foreldra tengist sjálfsáliti ungs fólks. Rannsóknin skipar sér þannig á bekk með þeim fjölmörgu rann- sóknum sem sýna að uppeldishættir foreldra skipta miklu um ýmsa mikilvæga þætti í aðlögun barna og unglinga, s.s. um námsárangur þeirra, vímuefnaneyslu, depurð, 20 I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.