Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 42

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 42
AÐ VERA KENNARI Dóra hefur áhyggjur af að hafa ekki tíma til að gera eins vel og hún helst vildi. Hún segist ekki skilja að kennarar skuli stundum láta launamál hafa áhrif á hversu vel þeir leggja sig fram í starfinu. „Fyrir svona lítinn pening þá nenna þeir ekki að gera eins vel og þeir geta og maður verður auðvitað að passa sig að lenda ekki í því fari." Hún er spurð um styrk sinn: Ég hugsa að það sé bara áhuginn og það að vilja gera allt vel. Maður les allt sem maður getur hér í skólanum og reynir að finna bestu leiðirnar til að verða góður kennari. Það hefur samt margt breyst hjá mér síðan ég byrjaði hér í skólanum þá var ég ekkert viss um það að ég vildi verða kennari. En ég er alveg til í það núna, hef eiginlega bara mjög mikinn áhuga á því. Einnig kemur fram að vegna mikillar hópvinnu sé hún vel búin undir samvinnu síðar meir. Hún telur það líka vera forréttindi að hún á dóttur og getur prófað á henni ýmis- legt sem hún lærir um læsi barna og þróun máls. Dóra segir að miklar breytingar hafi orðið á eigin viðhorfum til starfsins og líka til eigin hæfni. Einkum hafi vettvangsnámið haft mikil áhrif til batnaðar. „Manni finnst maður ráða miklu betur við allt." Viðtökukennarinn hafði þarna mikið að segja. Dóra og samnemandi hennar fengu að kenna töluvert sjálfar. Agamálin gengu mjög vel hjá þeim, með stuðningi viðtökukennarans. Einnig var rætt mikið um kennsluaðferðir og þær aðlagaðar að aðstæðum. Styrkur Dóru felst greinilega í mikilli vandvirkni og auk þess í faglegum áhuga. Sú hæfni sem hún er að byggja upp hefur bæði faglegar og persónulegar hliðar og eflist í samspili við reynslu á vettvangi. Þau þrjú viðtöl sem hér hefur verið vitnað í sýna að hæfni nemanna á margt sam- eiginlegt, en er líka ólík. í öllum tilvikum eru nemarnir að þróa með sér persónuleg- an styrk sem virðist vera forsenda þess að þeir ráði við mikilvæg viðfangefni kennarastarfsins. Fagleg þekking tengist starfshæfni allra, en með ólíkum hætti. Einn þeirra sækir styrk í ígrundun, annar í góða faglega þekkingu í námsgreinum og sá þriðji í þekkingu í uppeldisgreinum. Persónuleg reynsla sem og reynsla á starfsvett- vangi virðist hafa mikla þýðingu fyrir starfshæfni þeirra. SAMANTEKT OG UMRÆÐA Persónulegur styrkur er rauður þráður í þeirri starfshæfni sem þeir kennaranemar sem tóku þátt í rannsókninni telja sig þurfa að ná tökum á. Glíman við eigin persónu er áberandi þegar þeir eru að byggja upp eigin hæfni; sjálfstraust og sjálfsþekking virðast í þeirra augum vera liður í að ráða við starfið. Það að vera sem kennari er greinilega samtvinnað því að gera - þ.e. hafa vald á viðfangsefnum starfsins. Niður- stöður benda til að persónuleg hlið hæfninnar (sjá mynd 1) hafi mikið vægi. Flestir þátttakendurnir virðast telja mikilvægt að ná tökum á því að skipuleggja kennslustundir. Það vekur athygli að þeir telja þá hæfni frekar tengjast formi kennsl- unnar en innihaldi. Einungis lítill hluti þeirra minnist á að kunnátta í námsgreinum, 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.