Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 62
„Á É G A Ð VERA MEÐ ÞVÍLÍKUM KERUNGUM í BEKK? Eins og fram kernur í umræðunni hér að ofan fundu eldri konurnar til innri togstreitu og svo virðist sem það hafi kostað þær töluverð andleg átök að breyta forgangsröð- un verkefna í lífi sínu og stíga út úr hlutverki „fyrirmyndarmóðurinnar" og ganga inn í hlutverk nemandans. Flestar virtust þær hafa ungar tekið að sér hefðbundin kynhlutverk og skuldbundið sig fjölskyldu sinni fyrst og fremst. Félagslegt samhengi kvennanna og staða þeirra gagnvart tveimur „gráðugum" stofnunum eins og Acker (1980) lýsir fjölskyldunni og háskólasamfélaginu virðast hafa mikil áhrif á reynsiu þessara eldri kvenna í háskólanámi. Persónulegur óvinningur Allir þátttakendurnir í rannsókninni höfðu þegar ráðið sig til starfa í leikskólum. Þeir voru fullir tilhlökkunar til að takast á við starfið og ánægðir með starfsvalið. í einum hópi yngri nema var rætt um hversu fjölbreytt leikskólakennarastarfið væri og einnig fannst þeim að námið væri góður grunnur fyrir frekara nám. Eldri nemarnir töluðu um að þeir hefðu eflst og breyst mikið á námstímanum og þeir hlökkuðu til að fara út í leikskólana sem leikskólakennarar í stað ófaglærðs aðstoðarmanns. Ekki kom fram að þær litu á háskólanám sem leið úr viðjum heimilisstarfa eins og fram hefur komið í rannsóknum erlendis (Pascall og Cox, 1993) enda höfðu þær allar unnið utan heimilis árum saman. Þrátt fyrir að hvatinn að náminu hafi fyrst og fremst verið hag- kvæmni (sbr. Leonard, 1993) kemur einnig skýrt fram í umræðum þeirra að námið efldi þær sem einstaklinga og þroskaði og sjálfstraust þeirra óx. Sem dæmi um hvað hún væri orðin örugg með sig sagðist ein þeirra vera búin að taka að sér að halda fyrirlestur um Reggio Emilia í leikskólanum sínum. „Ég sagði bara við leikskólastjór- ann. Ekki málið, ég get alveg haldið fyrirlestur um það." Þær töluðu líka um að áhugasvið þeirra hefði víkkað og þær höfðu meiri áhuga á að kynna sér ýmsa hluti og lesa. Ein þeirra sagði: „Maður er farinn að lesa svona allt annað en maður las áður og langar að grúska í hinu og þessu". Aðrar höfðu mikinn áhuga á að halda áfram námi. Ein af þeim eldri sem var með stúdentspróf fyrir sagði. Ég sagði alltaf: „Ég ætla bara að klára þetta, það dugar mér alveg, takk. Svo náttúrulega dugar það ekki neitt. Mig dauðlangar í meira. En ég ætla samt að taka pásu núna í eitt til tvö ár. Ekki tuttugu." UMRÆÐA Meginmarkið þessarar rannsóknar var að kanna reynslu, þarfir og aðstæður eldri og yngri nemenda í leikskólakennaranámi. Þátttakendur, sem allt voru konur, höfðu flestar starfað í leikskólum um lengri eða skemmri tíma áður en þær sóttu um námið. Yngri stúlkurnar höfðu fengið áhuga á að verða leikskólakennarar þegar þær störf- uðu í leikskólum en þær eldri höfðu unnið lengi og ákváðu að setjast á skólabekk til að auka möguleika sína, fagmennsku og öryggi í starfi. Viðbrögð nánasta umhverfis við því að þær væru að fara í leikskólakennaranám voru nokkuð blendin og höfðu margar þeirra fengið nokkuð neikvæð viðbrögð við námsvalinu. Aftur á móti voru konurnar almennt ánægðar með leikskólakennaranámið þótt þær sæju ýmislegt sem 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.