Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 115
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
speki þeirra er sá að flestir geti lært og að hver einstaklingur hafi sinn einstaka hátt á
að tileinka sér nýja þekkingu og leysa margvísleg viðfangsefni.
Tafla 1
Námslíkan
Áreiti (stimuli) Þættir (elements)
Umhverfisleg (cnviromnental) Hljóð (sound) Ljós (liglit) Hiti (temperature) Hönnun (design)
Tilfinningaleg (emotional) Áhugahvöt (motivation) Seigla (persistence) Ábyrgð (responsibility) Skipulag (structure)
Félagsleg (sociological) Einn (selfl Tveir saman (pair) Samvinna (team) Breytilegt (varied)
Jafningjahópur (peers) Undir leiðsögn (adult)
Lífeðlisfræðileg (pliysiological) Skynjanlegt (perceptual) Fæðuval (intake) Tími (time) Hreyfanleiki (mobility)
Sálfræðileg (psijchological) Altækur/yfirsýn (global) Greinandi (analytic) Vinstra eða hægra heilahvel (hemisphericity) Hvatvís (impulsive)
íhugull (reflective)
Heimild: Dunn og Dunn (2003)
Rita og Ken Dunn telja flesta fullorðna námsmenn tilheyra hópi nemenda sem vilja
vera í umhverfi þar sem birta er góð, sætaskipan formleg og lítil sem engin truflun.
Samkvæmt Ritu og Ken Dunn eru sjónrænir þættir sterkir hjá karlmönnum og óform-
legt umhverfi á betur við þá en formlegt, auk þess sem þeir virðast vilja vinna í jafn-
ingjahópi. Hlustun er sterkur þáttur hjá konum og þær vilja stunda nám þar sem er
lítil truflun. Þær læra best í formlegu umhverfi og þær eiga auðvelt með að aðlagast
aðstæðum. Þær vilja frekar vinna einar eða undir leiðsögn annarra en í jafningjahópi
(Church, 2003; Dunn, 1999).
Stephen Brookfield (1995), sem rannsakað hefur nám fullorðinna, telur að þegar
rannsaka á nám fullorðinna sé æskilegt að skoða þætti eins og sjálfsstjórn í námi,
gagnrýna íhugun og hvernig fullorðnir læra að læra. Sjálfsstjórn í námi (e. self-directed
learning) felur í sér námsferli þar sem fólk stjórnar eigin námi, með því að setja sér
námsmarkmið, finnur viðeigandi upplýsingar, ákveður námsaðferðir og metur eigin
framfarir. Með gagnrýnni íhugun (e. critical reflectiorí) er átt við nám þar sem fólk
íhugar eigin sjálfsmynd, breytir eigin sjálfsmynd, efast um áður lærða hegðun og
endurmetur núverandi og fyrri hegðun út frá nýju sjónarhorni. Hugtakið „að læra að
læra" (e. learning to learn) felur í sér leikni til að læra við mismunandi aðstæður og
með ólíkum námsaðferðum.
113