Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 118

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 118
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA Upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu Margir fjarkennarar vísa í svonefnt tölvustutt samvinnunám þegar fjallað er um hönnun námsumhverfis í fjarnámi. Nokkrar kenningar eru taldar hafa sett mark sitt á tölvustutt samvinnunám. Þær eru m.a. félagsleg hugsmíðahyggja og kenningar Lev Vygotskys um þróun mannlegrar greindar. Gavriel Salomon (1991) var meðal þeirra fyrstu til að fjalla um tölvustutt sam- vinnunám. Hann bendir á að og ef tölvustudd samvinna eigi að heppnast þurfi ákveðin skiiyrði að vera til staðar. Fyrsta skilyrðið er að hugsa um námsumhverfi í heild sinni. Með því á hann við að hugsað sé um alla þætti námsumhverfisins, t.d. námskrána, viðfangsefni nemenda, skilning nemenda á markmiðum námsins, félags- lega virkni nemenda, framkomu kennarans o.fl. Annað skilyrðið að mati Garvriel Salomons er að þeir sem taka þátt í tölvustuddu samvinnunámi þurfi að hafa sam- eiginlega hagsmuni hópsins í huga, geta deilt upplýsingum með öðrum, hafa ábyrgð- artilfinningu gagnvart því verki sem þeir vinna og vera aðgætnir í þátttöku sinni. Hann leggur mesta áherslu á að þátttakendur hafi sameiginlega hagsmuni og séu tengdir innbyrðis. Þeir deili innan hópsins nauðsynlegum upplýsingum, skoðunum, hugmyndum og niðurstöðum (Wilhelmsen, Ásmul og Meistad, 1998). CPF-ramminn Tölvur og netið eru mikilvægur þáttur í nútímafjarnámi og þess vegna er fjallað sér- staklega um notkun netsins í námi og kennslu við KHI. I rannsókninni er Computer Practice Framework (CPF)-ramminn notaður til að greina hvernig fjarnemendur og fjarkennarar við KHÍ nota upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu. CPF- ramminn hefur verið notaður til að greina upplýsinga- og samskiptatækni í staðnámi á mismunandi skólastigum með góðum árangri (Twining, 2002). Með CPF-ramman- um er hægt að greina hversu mikið tölvan er notuð daglega og á hvaða hátt tölvan er notuð. Sem námstæki getur tölva nýst í mismunandi tilgangi: a. Til stuðnings (e. support). Sama innihald og vinnuferli; gæti verið skilvirkari aðferð til náms en breytir ekki innihaldi námsins. b. Til útvíkkunar (e. extension). Öðruvísi innihald og vinnuferli, en ekki nauðsynlegt að nota tölvur. c. Til umbreytingar (e. transformation). Öðruvísi innihald eða vinnuferli, en nauðsyn- legt að nota tölvur; innihald eða vinnuferli breytast til muna vegna tölvunotkunar (M. Allyson Macdonald o.fl., 2002; Twining, 2002). Þær rannsóknir, sem hér hefur verið minnst á, sýna aukinn áhuga fræðimanna á að kanna nánar námsstíl og námsumhverfi fjarnemenda. Markmið þessarar rannsóknar var að fá nokkra fjarnemendur á háskólastigi til þess að lýsa námsstíl sínum, umhverfi og aðstæðum til náms, að kanna hvort tengsl séu milli fjarnáms sem námsforms og námsstíls fjarnemenda, að kanna námsum- hverfi fjarnemenda við KHJ og notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.