Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 133
HELGI SKULI KJARTANSSON
Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal:
Ungtfólk og framhaldsskólinn. Rannsókn á
námsgengi og afstöðu '75 árgangsins til náms.
[Reykjavík], Félagsvísindastofnun Hóskóla íslands og Hóskólaútgófan, 2002. 112
bls., töflur, myndrit.
Þessi umsögn grípur ekki á lofti nýjustu fréttir af vettvangi fræðibókaútgáfu, heldur
skal hér hugað að riti sem er orðið tveggja ára, gefið út í júní 2002, og þannig komin
töluverð reynsla á. Um leið er skylt að geta þess að höfundarnir hafa fyrir alllöngu
fylgt ritinu eftir með nánari umfjöllun um þrjá einstaka þætti þess, þ.e. í bækling-
unum Námsferill, námslok og búseta. Rannsókn á námsferli ‘75 árgangsins og Brotifall úr
námi. Afstaða til skóla,félagslegir og sálfræðilegir þættir (báðir gefnir út af Félagsvísinda-
stofnun 2002) og ritgerðinni „Brottfall úr framhaldsskóla. Afstaða til skóla, stuðning-
ur foreldra og bakgrunnur nemenda" sem birtist í 4. árgangi Rannsókna ífélagsvísind-
um 2003.
Ritið Ungt fólk og framhaldsskólinn vakti athygli og hefur verið til umræðu, bæði
meðal skólafólks og í fjölmiðlum. í Morgunblaðinu er t.d. rækilega um það fjallað í
innlendum fréttum 1. september 2002 og rætt við báða höfundana, og aftur er það
rætt í miðopnugrein 7. maí síðastliðinn, nú sérstaklega í sambandi við brottfall úr
framhaldsskólum. Styttri fréttir eða ummæli birtust t.d. 19. október 2002 (menning),
7. maí 2004 (baksíða) og 13. maí 2004 (daglegt líf). Auk þess er til ritsins vitnað í
aðsendum greinum, a.m.k. eftir Össur Skarphéðinsson 16. mars 2003 og Guðrúnu
Hrefnu Guðmundsdóttur 16. apríl 2004. Ég hef hins vegar ekki orðið var mikillar
umræðu um þau þrjú rit sömu höfunda sem á eftir fylgdu, og fjalla þau þó um efni
sem mjög hafa verið til umræðu síðustu misserin, þ.e. brottfall úr námi og menntun-
arhlið byggðamálanna.
Ungt fólk og framhaldsskólinn hefur að geyma lýsingu á afar umfangsmikilli rann-
sókn ásamt yfirliti og dæmum um helstu niðurstöður hennar. Rannsóknin er þríþætt.
í fyrsta lagi var safnað gögnum um 4180 unglinga sem áttu heima á íslandi sam-
kvæmt þjóðskrá 1. desember 1990 og voru fæddir 1975. Þannig er heill árgangur und-
ir, þó þannig að á vantar bæði innflytjendur sem komu til landsins eftir 1990 og
íslendinga sem þá voru í svipinn búsettir erlendis. Um þetta unga fólk var safnað
feikimiklum upplýsingum, fyrst um einkunnir þess á samræmdum prófum, en
einkum um feril þess í framhaldsskólum, innritanir á námsbrautir, áfangaskráningar,
námsárangur og útskriftir, um allt þetta til vors 1998 og sumt til ársloka 1999, þegar
allur hópurinn hafði náð 24 ára aldri.
Um veturinn 1998-1999 var safnað tvennum gögnum öðrum, nú ekki um árgang-
inn í heild heldur 1000 manna úrtak hans. Með símakönnun fengust svör um 750
131