Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 63

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 63
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR þær töldu að mætti bæta. í upphafi fannst þeim eldri þær ekki eiga heima í háskóla- samfélaginu og þeim yngri fannst fjölbreytni nemendahópsins ólík því sem þær áttu að venjast úr framhaldsskólanum. Eldri konurnar fundu fyrir kvíða og óöryggi í upp- hafi náms en stuðningur og samvinna við aðra eldri nema gegndi lykilhlutverki í námi þeirra og gengi. Mörgum þeirra reyndist einnig erfitt að slíta sig lausar úr hús- móðurhlutverkinu og samþætta fjölskyldulíf og nám. Eldri konurnar höfðu flestar stefnt lengi að því að fara í nám, en látið fjölskyldu og sérstaklega umönnun barna hafa forgang í lífi sínu. Flestar eldri kvennanna fundu fyrir tímaleysi og fannst þær hvorki vera að sinna námi né heimili sem skyldi. Fram kom í viðtölum við ungu konurnar sem voru með fjölskyldur og stunduðu nám á brautinni að þær fundu ekki til slíkrar togstreitu í sama mæli. Svo virðist sem það hafi verið mun erfiðara fyrir eldri konurnar að hafa áhrif á hlutverkaskipan á heim- ili sem eins og fram kom „allir voru sáttir við" en hjá yngri konunum var fjölskyldu- lífið enn í mótun og líklega aðrar hugmyndir í gangi um menntun og vinnu kvenna hjá yngri kynslóðinni. Samvinna nemenda virtist skipta miklu máli bæði fyrir eldri og yngri nema. En at- hyglisvert er að ólík vinnubrögð og nálgun eldri og yngri kvennanna að náminu gerði það að verkum að þær kusu að vinna í einsleitum aldurshópum. Þær sem eldri voru leituðu meira til kennara og námsráðgjafa og fannst þeir í flestum tilvikum taka sér vel og reynast mjög hjálpsamir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna svo ekki verður um villst, mikilvægi þess að vel sé tekið á móti eidri nemendum og háskólarnir kynni námið þannig að ljóst sé að það standi nemendum með ólíkan bakgrunn til boða. Undirbúningsnám og diplóma- nám fyrir þær sem ekki höfðu lokið stúdentsprófi, ásamt sérstökum stuðningi frá námsráðgjöfum skólans, virðist hafa þjónað nemendum vel. Niðurstöðurnar vekja spurningar um hvort ekki þurfi að laga kennsluhætti á háskólastigi betur að þörfum eldri nema og mætti þar t.d. hafa hliðsjón af hugmyndafræði fullorðinsfræðslu. Feminísk uppeldis- og kennslufræði gæti auk þess gagnast eldri konum sérstaklega til að skilja betur stöðu sína og takast á við þá togstreitu sem verður milli hlutverka í lífi þeirra við það að setjast á skólabekk. Takmarkanir þessarar rannsóknar eru þær að hér var einungis kannaður lítill hópur kvenna sem stundaði leikskólakennaranám. Ekki er hægt að alhæfa niðurstöð- urnar yfir á konur í öðru háskólanámi, en þó er ekki ástæða til að ætla að reynsla þeirra sé á annan veg. Einkum þó þar sem um er að ræða nám í hefðbundnum karla- greinum og þar sem ekki er tekið á móti nemum með sama hætti og gert var með þennan hóp. Rannsóknin sýnir að líf og reynsla eldri kvenna í háskólanámi felur í sér flókið samspil félagslegra, stofnanalegra og persónulegra þátta. Athyglisvert er að hérlendis hefur ekki verið sett fram stefna af hálfu stjórnvalda til að greiða aðgang eldri nemenda með óhefðbundinn undirbúning að háskólanámi eins og gert hefur verið t.d. í Bretlandi. Ríkisháskólarnir hérlendis hafa einnig lítið gert til að koma til móts við þarfir þessara nemenda og laða þá að námi. Undirbúningsnámskeið og síð- ar diplómanám í leikskólafræðum ásamt markvissum stuðningi námsráðgjafa við Kennaraháskóla íslands sem eldri nemendum í leikskólakennaranámi hefur verið boðið upp á er hér undantekning. Sá stuðningur og hvatning sem nemarnir fengu frá 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.