Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 113
KRISTIN HELGA GUDMUNDSDÓTTIR
Námsstíll nokkurra fjarnemenda sem
stunda nám á háskólastigi
Markmið rannsóknarinnar, sem var meistaraprófsverkefiii, voru að fá nokkra fjarnemendur
til að h'/sa umhverfi og aðstæðum til náms; að kanna Iwort tengsl væru milli fjarnáms sem
námsforms og námsstíls fjarnemenda; að rannsaka námsumhverfi fjarnemenda við Kennara-
háskóla íslands (KHÍ) og notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu við
skólann. Þátttakendur voru sex konur sem eru eða hafa verið fjarnemendur við KHÍ. Hálf-
opin viðtöl voru tekin við pátttakendur og prír pátttakendanna, sem eru ennpá nemendur
við skólann, héldu dagbók í hálfan mánuð. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru pær að
áliugi og gott skipulag einkenna námsstíl fjarnemenda. Fjarnemendur kjósa að læra einir
heima hjá sér. Þeir telja að fjarnámsformið hafi m.a. aukið sjálfsstjórn peirra og ábyrgð í
námi. Nemendur telja pjónustu skólans góða en auka tnegi kennsluathafnir í fjarnáminu.
Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í riámi og kennslu við KHÍ er nauðsynleg. Tölvan er
einkum notuð sem námstæki, sem stuðningur, til samskipta, til að leita upplýsinga í leitar-
vélum og gagnagrunnum og til umræðna á vefráðstefnum á netinu.
INNGANGUR
Á undanförnum árum hefur fjarkennsla á öllum skólastigum rutt sér til rúms hér á
landi. Þessi kennsla hefur verið margvísleg, allt frá bréfanámskeiðum upp í það að
nota hátækni-fjarkennsluhugbúnað og Internetið til kennslu. Rúmlega 70% aukning
hefur orðið á þátttöku háskólanema í fjarnámi frá árinu 1999 samkvæmt skýrslu frá
menntamálaráðuneytinu (2001). Sú þróun er ekki síst greinileg innan KHÍ sem hefur
verið brautryðjandi í fjarkennslu á háskólastigi en skólinn hóf tölvustudda fjar-
kennslu árið 1993 og hefur fjarnemendum fjölgað á hverju ári frá þeim tíma (Auður
Kristinsdóttir, Ásrún Matthíasdóttir og M. Allyson Macdonald, 2001:5-6,10,14-15).
Af 2.300 nemendum sem skráðir voru í skólann árið 2002 var helmingur í fjarnámi
(Birna Bragadóttir, deildarstjóri við nemendaskrá KHÍ, munnleg heimild, 6. maí
2003).
Fjarnám hefur verið skilgreint á ýmsa vegu en sameiginlegt með þeim skilgrein-
ingum er að fjarnám felur í sér að nemendur og kennarar eru aðskildir að hluta eða
að öllu leyti meðan námið fer fram. Nemendur eru lítið bundnir stað og tíma. Sam-
111